Segist nota ketamín gegn þunglyndi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2024 13:28 Don Lemon og Elon Musk. AP Elon Musk, einhver auðugasti maður heims, segist nota ketamín gegn „neikvæðu efnaástandi“ eða þunglyndi og að hann sé „nánast alltaf“ edrú þegar hann birtir færslur á X seint á kvöldin og næturnar. Musk segist ekki nota of mikið ketamín og telur að hluthafar í fyrirtækjum hans hagnist á notkuninni. Þetta er meðal þess sem Musk sagði í viðtali við Don Lemon sem birt var á netinu í gær. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs að samstarfsfólk Musks, stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja hans eins og SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af notkun hans á ketamíni. Sjá einnig: Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Lemon er sjónvarpsmaður sem var rekinn frá CNN í fyrra en hann birti í gær viðtal sem hann tók nýverið við Musk fyrir þáttaröð sem Lemon ætlaði að sýna á X, samfélagsmiðlinum sem Musk keypti, þegar hann kallaðist Twitter. Lemon tók sitt fyrsta viðtal fyrir þættina við Musk en í kjölfarið rifti auðjöfurinn samningnum við Lemon og hætti við sýningu þáttanna. Lemon birti svo viðtalið í heild á X í gær en þar sést að hann og Musk rifust á köfum í rúmlega klukkutímalöngu viðtali. Viðtalið má sjá í færslunni hér að neðan. The Don Lemon Show episode 1: Elon MuskTIMESTAMPS:(02:23) News on X(10:07) Donald Trump and Endorsing a Candidate(13:04) The New Tesla Roadster(16:46) Relaxation and Video Games(17:54) Tweeting and Drug Use(23:19) The Great Replacement Theory(30:03) Content Moderation pic.twitter.com/bLRae4DhyO— Don Lemon (@donlemon) March 18, 2024 Eftir að viðtalið var birt hefur Musk verið gagnrýndur fyrir að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi í viðtalinu. Má þar nefna samsæriskenningu um að Demókratar og gyðingar í Bandaríkjunum séu að skipta út hvítu fólki í stað innflytjenda. Þessi kenning á meðal annars rætur í hreyfingu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Nýnasistar sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017 gengu til að mynda um götur borgarinnar og kölluðu: „Gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ ítrekað. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Nú í morgun birti Musk tveggja mínútna myndband á X, þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að flytja innflytjendur til Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi og til tryggja sér völd. Þá er einnig ýjað að því að innflytjendur séu upp til hópa glæpamenn. Þetta myndband festi Musk efst á síðu sinni. Þegar Lemon benti Musk á að óskráðir innflytjendur geti ekki tekið þátt í kosningum og því gæti stjórnmálaflokkur ekki hagnast á því að flytja þá til landsins, sagði Musk að þeir gætu breytt þingmannafjölda í kjördæmum þegar manntal fer fram í Bandaríkjunum á tíu ára fresti og þannig hagnast ríkjum þar sem margir innflytjendur búa. Þegar Lemon spurði Musk út í þessar kenningar og að hann virtist ýta undir þær, brást Musk reiður við. „Ég þarf ekki að svara þessum spurningum. ÉG þarf ekki að svara spurningum frá blaðamönnum. Don, eina ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta viðtal er að þú ert á X og þú baðst um það. Annars hefði ég ekki gert það.“ Líkti X við tölvuleiki Eftir að Musk keypti Twitter sagði hann upp þúsundum starfsmanna samfélagsmiðilsins og dró verulega úr ritstjórn og eftirliti. Í viðtalinu líkti hann slíkum aðgerðum gegn áreiti og hatursorðræðu við ritskoðun. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja vestanhafs hafa dregið úr eða hætt auglýsingum á X eftir að auglýsingar sáust við færslur sem innihéldu hatursorðræðu lofyrði um nasisma og gyðingahatur fjölgaði þeim enn frekar. Disney var eitt þeirra fyrirtækja en á ráðstefnu undir lok síðasta árs sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að „fara í rassagt“ og sendi hann öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja sem höfðu hætt auglýsingum á X svipuð skilaboð. „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Sjá einnig: Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Musk sagði Lemon að hann sæi X fyrir sér sem tölvuleik þar sem spilarar berjast við aðra spilara. Hann sagðist spila slíka tölvuleiki til að slaka á og tók að hluta til undir það þegar Lemon stakk upp á að hann reyndi að efna til rifrilda á X í sama tilgangi. Hann sagðist einnig nota X til að deila bröndurum, fróðleik og stundum mjög mikilvægum upplýsingum. Kallaði Lemon heimskan fávita Eins og fram kemur í frétt CNN um viðtalið við Lemon, hafði Musk farið mikinn á X undanfarna þrjá sólarhringa áður en viðtalið var birt. Þar hafði hann kvartað yfir „Woke-heilavírus“ sem hefði það markmið að gera út af við Bandaríkin. Kallað fjölmiða eða „Fake News“ „óvini fólksins“ og klappstýrur Joe Biden. Sakað fjölmiðla um að ljúga um ummæli Donald Trump um blóðbað, líkt NPR við Pravda, sakað Google um vinstri slagsíðu í leitarvél fyrirtækisins og sagt að ef Repúblikanar vinni ekki stórsigra í kosningunum í nóvember séu Bandaríkin dauðadæmd, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Lemon birti viðtalið hefur Musk verið reiður í garð sjónvarpsmannsins og kallað hann „heimskan fávita“ og „vondan mann“. Musk hefur látið verkfræðinga X breyta algóriþmum samfélagsmiðilsins svo fleiri sjái færslur hans á miðlinum. Bandaríkin X (Twitter) Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Musk sagði í viðtali við Don Lemon sem birt var á netinu í gær. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs að samstarfsfólk Musks, stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja hans eins og SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af notkun hans á ketamíni. Sjá einnig: Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Lemon er sjónvarpsmaður sem var rekinn frá CNN í fyrra en hann birti í gær viðtal sem hann tók nýverið við Musk fyrir þáttaröð sem Lemon ætlaði að sýna á X, samfélagsmiðlinum sem Musk keypti, þegar hann kallaðist Twitter. Lemon tók sitt fyrsta viðtal fyrir þættina við Musk en í kjölfarið rifti auðjöfurinn samningnum við Lemon og hætti við sýningu þáttanna. Lemon birti svo viðtalið í heild á X í gær en þar sést að hann og Musk rifust á köfum í rúmlega klukkutímalöngu viðtali. Viðtalið má sjá í færslunni hér að neðan. The Don Lemon Show episode 1: Elon MuskTIMESTAMPS:(02:23) News on X(10:07) Donald Trump and Endorsing a Candidate(13:04) The New Tesla Roadster(16:46) Relaxation and Video Games(17:54) Tweeting and Drug Use(23:19) The Great Replacement Theory(30:03) Content Moderation pic.twitter.com/bLRae4DhyO— Don Lemon (@donlemon) March 18, 2024 Eftir að viðtalið var birt hefur Musk verið gagnrýndur fyrir að gefa samsæriskenningum byr undir báða vængi í viðtalinu. Má þar nefna samsæriskenningu um að Demókratar og gyðingar í Bandaríkjunum séu að skipta út hvítu fólki í stað innflytjenda. Þessi kenning á meðal annars rætur í hreyfingu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Nýnasistar sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum árið 2017 gengu til að mynda um götur borgarinnar og kölluðu: „Gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ ítrekað. Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Nú í morgun birti Musk tveggja mínútna myndband á X, þar sem því er haldið fram að Demókratar séu að flytja innflytjendur til Bandaríkjanna í pólitískum tilgangi og til tryggja sér völd. Þá er einnig ýjað að því að innflytjendur séu upp til hópa glæpamenn. Þetta myndband festi Musk efst á síðu sinni. Þegar Lemon benti Musk á að óskráðir innflytjendur geti ekki tekið þátt í kosningum og því gæti stjórnmálaflokkur ekki hagnast á því að flytja þá til landsins, sagði Musk að þeir gætu breytt þingmannafjölda í kjördæmum þegar manntal fer fram í Bandaríkjunum á tíu ára fresti og þannig hagnast ríkjum þar sem margir innflytjendur búa. Þegar Lemon spurði Musk út í þessar kenningar og að hann virtist ýta undir þær, brást Musk reiður við. „Ég þarf ekki að svara þessum spurningum. ÉG þarf ekki að svara spurningum frá blaðamönnum. Don, eina ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta viðtal er að þú ert á X og þú baðst um það. Annars hefði ég ekki gert það.“ Líkti X við tölvuleiki Eftir að Musk keypti Twitter sagði hann upp þúsundum starfsmanna samfélagsmiðilsins og dró verulega úr ritstjórn og eftirliti. Í viðtalinu líkti hann slíkum aðgerðum gegn áreiti og hatursorðræðu við ritskoðun. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja vestanhafs hafa dregið úr eða hætt auglýsingum á X eftir að auglýsingar sáust við færslur sem innihéldu hatursorðræðu lofyrði um nasisma og gyðingahatur fjölgaði þeim enn frekar. Disney var eitt þeirra fyrirtækja en á ráðstefnu undir lok síðasta árs sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að „fara í rassagt“ og sendi hann öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja sem höfðu hætt auglýsingum á X svipuð skilaboð. „Ekki auglýsa,“ sagði hann. „Ef einhver ætlar að reyna að kúga mig, kúga mig með peningum. Farið í rassgat,“ sagði Musk. „Farið. Í. Rassgat! Er það skýrt? Ég vona það. Hæ Bob,“ sagði Musk. Sjá einnig: Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat Musk sagði Lemon að hann sæi X fyrir sér sem tölvuleik þar sem spilarar berjast við aðra spilara. Hann sagðist spila slíka tölvuleiki til að slaka á og tók að hluta til undir það þegar Lemon stakk upp á að hann reyndi að efna til rifrilda á X í sama tilgangi. Hann sagðist einnig nota X til að deila bröndurum, fróðleik og stundum mjög mikilvægum upplýsingum. Kallaði Lemon heimskan fávita Eins og fram kemur í frétt CNN um viðtalið við Lemon, hafði Musk farið mikinn á X undanfarna þrjá sólarhringa áður en viðtalið var birt. Þar hafði hann kvartað yfir „Woke-heilavírus“ sem hefði það markmið að gera út af við Bandaríkin. Kallað fjölmiða eða „Fake News“ „óvini fólksins“ og klappstýrur Joe Biden. Sakað fjölmiðla um að ljúga um ummæli Donald Trump um blóðbað, líkt NPR við Pravda, sakað Google um vinstri slagsíðu í leitarvél fyrirtækisins og sagt að ef Repúblikanar vinni ekki stórsigra í kosningunum í nóvember séu Bandaríkin dauðadæmd, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að Lemon birti viðtalið hefur Musk verið reiður í garð sjónvarpsmannsins og kallað hann „heimskan fávita“ og „vondan mann“. Musk hefur látið verkfræðinga X breyta algóriþmum samfélagsmiðilsins svo fleiri sjái færslur hans á miðlinum.
Bandaríkin X (Twitter) Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira