Ætlar að verða betri en stóri bróðir Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:31 Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu. Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu.
Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira