Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2024 14:01 Aldís og Bára eru á meðal þeirra sem vilja halda i hefðina í Karphúsinu. stöð 2 Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira