Dan Monson hefur þjálfað körfuboltalið Long Beach State skólans síðan fyrir hrun (frá 2007) en á mánudaginn var það tilkynnt að hann yrði ekki áfram með liðið eftir þetta tímabil.
Ákvörðunin var sögð sameiginleg en bandarískir miðlar slá því upp að hann hafi í raun verið rekinn.
On Monday, Long Beach State announced it was firing head coach Dan Monson after 17 years, but would allow him to coach out the Big West Tournament.
— Front Office Sports (@FOS) March 17, 2024
He just led LBSU to the Big West title and the school s first NCAA Tournament berth in over a decade.
pic.twitter.com/fY7lOb3s1D
Monson fékk vissulega að klára tímabilið og Long Beach State tók þátt í Big West Tournament um helgina þar sem í boði var sæti í Marsfárinu fyrir það lið sem fagnaði sigri.
Strákarnir hans Monson stóðu sig frábærlega og unnu mótið. Liðið vann UC Davis 74-70 í úrslitaleiknum en hafði áður unnið UC Riverside og UC Irvine skólana. Það þýðir að þjálfarinn fær að stýra liðinu í fleiri leikjum.
Áður en það var tilkynnt að Monson yrði ekki áfram hafði Long Beach tapað fimm leikjum í röð.
Liðið vann aftur á móti alla þrjá leiki sína í úrslitakeppni Big West deildarinnar og verður því með í Marsfárinu í fyrsta sinn síðan 2011.
On Monday Dan Monson was fired after 17 years at LBSU. Now he's dancing.
— Brenna Greene (@BrennaGreene_) March 17, 2024
"When Jim Harbaugh says who's got it better than him, someone's got to tell him Dan Monson... I have the 1999 run at Gonzaga, but as Mark Few said over text, why don't we have a run in the first year and a pic.twitter.com/Cb5MCctlS8
„Það hefur verið æðislegt að þjálfa þessa krakka. Þegar Jim Harbaugh spyr hver hafi það betur en hann þá verður einhver að segja honum að svarið er: Dan Monson,“ sagði Monson eftir sigurinn.
„Ég held ekki að þetta verði mitt síðasta ár í boltanum. Ég elska að þjálfa og ég elska lið. Ég þarf nýja áskorun. Svona er bara lífið og nú er það bara næsti kafli,“ sagði Monson.