Leikurinn í dag var frábær skemmtun. Sjö mörk voru skoruð og hann fór alla leið í framlengingu þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum.
Eðlilega var Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool svekktur í viðtölum eftir leikinn. Í einu viðtalanna virtist hann sérstaklega pirraður og þegar ein spurningin var borin fram hitnaði í Þjóðverjanum.
„Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar.
Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni.
„Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svarði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hvumsa og spurning hvort Þjóðverjinn þurfi ekki aðeins að hugsa sinn gang áður en hann kemur sér fyrir við myndavélarnar næst.
Klopp: "You are obviously not in a great shape and I have no nerves for you"
— The 44 (@The_Forty_Four) March 17, 2024
Jurgen Klopps just walked out of this interview after losing today
pic.twitter.com/cdx6ZG6G91