Boðaðir á fund með Sádunum á bakvið LIV-mótaröðina Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:45 Jordan Spieth og Tiger Woods verða kallaðir til fundar á næstunni. Vísir/Getty Samruni PGA og LIV-mótaraðanna í golfi hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Nú þurfa kylfingarnir sjálfir að setjast niður við fundarborðið. Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við. Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Greint var frá fyrirhuguðum samruna mótaraðanna síðasta sumar en mikill ágreiningur hafði þá ríkt á milli kylfinga sem leikið höfðu á LIV-mótaröðinni og þeirra sem völdu að halda sig á hinni klassísku PGA-mótaröð. LIV-mótaröðin er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum og margir kylfingar vildu ekki taka þátt í íþróttahvítþvottinum sem þeir vildu meina á mótaröðin væri. Það kom því nokkuð á óvart þegar tilkynnt var um samruna mótaraðanna í júní. Síðan þá hefur lítið gerst og á blaðamannafundi á þriðjudag sagði Jay Monahan, æðsti maður PGA-mótaraðarinnar, að lítið væri að frétta. „Viðræður standa yfir, meira en svo get ég ekki sagt. Ég skil að þið hafið vonast eftir frekari upplýsingum en ég get ekki farið í smáatriði akkúrat núna,“ sagði Monahan en þetta var í fyrsta skipti í sjö mánuði sem hann ræddi við fjölmiðla. Kylfingarnir til viðræðna Golfheimurinn er í raun klofinn þar sem stigin sem kylfingar á LIV-mótaröðinni vinna sér inn telja ekki á heimslistanum. Markmiðið er að finna lausn sem hentar báðum mótaröðum en enn er enginn samningur í höfn. Hingað til hafa kylfingarnir sjálfir ekki verið hluti af samningaviðræðum en það mun líklega breytast á næstunni. „Við höfum verið hvattir til að mögulega hitta þá,“ sagði Jordan Spieth sem er í stjórn nýrrar deildar PGA-mótaraðarinnar sem kallast PGA Tour Enterprises. Ásamt Spieth eru þeir Tiger Woods, Patrick Cantlay, Peter Malnati, Adam Scott og Webb Simpson í forsvari og búist er við að þeir verði kallaðir til fundar. „Ég veit ekki hvort ég get sagt mikið meira. Við teljum að við sem sitjum í stjórn ættum að vera upplýstir um gang mála,“ bætti Spieth við.
Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira