Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 17:05 David Fofana fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum og stuðningsmönnum Burnley. Vísir/Getty Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira