Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 16:01 Ættingjar og vinir hermanna sem eru enn í haldi Rússa héldu kröfugöngu í Kænugarði í dag, þar sem þau fóru fram á upplýsingar um hermennina. Getty/Adri Salido Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. Þetta er meðal ásakana í garð rússneskra hermanna sem koma fram í nýopinberaðri skýrslu sem lögð verður fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sem unnu að gerð skýrslunnar segja rússneska hermenn hafa framið fjölda stríðsglæpa víðsvegar í Úkraínu, kynferðisofbeldi í garð borgara sé algengt og þeir teknir af lífi, börnum rænt til Rússland og úkraínskir stríðsfangar séu sveltir og pyntaðir í haldi Rússa. Skýrsluna, sem birt var í gær, má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðtölum við hundruð einstaklinga og fjallar meðal annars um kynferðislegt ofbeldi, ofbeldi í garð stríðsfanga, stríðsglæpi í Maríupól og annað. Raflost, barsmíðar og nauðganir Vert er að vara lesendur við því að lýsingarnar hér að neðan geta vakið óhug. Samkvæmt skýrslunni fundust konur og stúlkur frá fimmtán ára aldri til 83 ára sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í Kherson, Kyiv, Mykolaív, og Sapórisjía-héruðum. Rannsakendur segja að í mörgum tilfellum flokkist nauðganirnar og ofbeldið sem pyntingar. Hermenn eru sagðir hafa farið um hús í hópum og oft ölvaðir, þar sem þeir hafi beitt ofbeldi og hótunum. Í tilfellinu sem nefnt er hér að ofan, eftir að hermennirnir höfðu nauðgað konunni og sautján ára stúlkunni til skiptis, ógnuðu þeir þeim og fjölskyldumeðlimum þeirra með vopnum. Síðan þvinguðu þeir soninn til að horfa á þá nauðga þeim aftur og hleyptu af tveimur skotum við hlið höfuðs hans. Eftir það færðu þeir þau þrjú í annað hús þar sem þeir nauðguðu konunni og stúlkunni aftur og hótuðu syninum dauða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að úkraínskt fólk hafi verið þvingað til að verða vitni að kynferðislegu ofbeldi í garð fjölskyldumeðlima þeirra. Í öðru tilfelli, sem sagt er hafa átt sér stað í apríl 2022 í Kherson-héraði, fór yfirmaður í rússneska hernum inn í hús þar sem hann framkvæmdi húsleit. Hann sagðist því næst þurfa að yfirheyra fimmtán ára stúlku sem bjó þar og sagði henni að fara upp í bíl sinn. Hann keyrði hana í yfirgefna verslun þar sem hann gekk í skrokk á henni og nauðgaði henni. Í enn einu tilfelli frá september 2022, ruddust þrír hermenn inn í hús í leit að 54 ára konu sem bjó þar ásamt manni sínum. Hún var látin fylgja þeim til annars hús þar sem þeir héldu til og segir hún einn þeirra hafa sagt sér: „Við ætlum að sýna þér hvað kemur fyrir nasista og aðdáendur úkraínska hersins eins og þig“. Hún segir mennina hafa barið sig og gefið henni raflost. Þar að auki nauðguðu tveir hermannanna henni til skiptis í margar klukkustundir. Þá segist fimmtug kona hafa orðið fyrir ítrekaðu ofbeldi í Sapórisjíahéraði sem hófst í október 2022. Hún var gift manni í úkraínska hernum og var handsömuð þess vegna. Hún var lamin í haldi, kyrkt og kæfð þegar plastpoki var sett yfir höfuð hennar. Þá hótuðu hermenn því að nauðga henni. Seinna meir var hún færð á aðra varðstöð þar sem hún var yfirheyrð frekar. Hún var þvinguð til að afklæðast, barin og nauðgað með priki. Í janúar 2023 var konan færð aftur og þvinguð til að grafa skotgrafir fyrir rússneska hermenn. Við þá þrælkunarvinnu var henni nauðgað minnst fimm sinnum af rússneskum hermönnum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja þessi ódæði hafa skaðað fólk bæði líkamlega og andlega. Fólk sem beitt hafi verið ofbeldi og fólk sem hafi verið þvingað til að horfa á fjölskyldumeðlimi sína og maka beitta ofbeldi séu verulega sködduð, bæði líkamlega og andlega. Lík á víð og dreif í Maríupól Í skýrslunni er einnig fjallað um borgina Maríupól, sem hersveitir Rússa sátu um í nokkra mánuði vorið 2022. Borgin varð fyrir gífurlegum skemmdum en þar bjuggu hundruð þúsunda manna. Fólk sem slapp úr borginni segist hafa orðið vitni að fjölbýlishúsum hrynja í stórskotaliðs- og loftárásum og að í einhverjum tilfellum hafi íbúar reynt að bjarga sér með því að stökkva út um glugga á húsunum. Ekki liggur fyrir hve margir dóu í Maríupól en áætlanir eru frá nokkrum tugum þúsunda manns upp í hundrað þúsund manns. Vitni segja lík hafa legið á víð og dreif um borgina og í fjölmörgum rústum húsa. Sjá einnig: Afmá úkraínska menningu í Maríupól Þá segjast vitni hafa séð áhöfn rússneskra skriðdreka skjóta á íbúðarhús og sjúkrahús. Rannsakendur segjast hafa komist að þerri niðurstöðu að þar hafi verið um stríðsglæpi að ræða. Það hafi einnig verið stríðsglæpir þegar loftárásir voru gerðar á fæðingardeild í borginni og á leikhús sem óbreyttir borgarar leituðu skjóls í. Pyntingar tíðar Rannsakendur SÞ komust að þeirri niðurstöðu að pyntingar væru tíðar á hernumdum svæðum í Úkraínu. Fólk hafi verið pyntað í sjö héruðum Úkraínu og í Rússlandi og vísbendingar bendi til kerfisbundinna pyntinga á óbreyttum borgurum og stríðsföngum. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um pyntingar á stríðsföngum. Þær eru sagðar hafa verið umfangsmiklar og bendir bæði umfangið og það hversu líkum aðferðum rússneskir hermenn beittu, benda til þess að þær hafi verið kerfisbundnar. Úkraínskir hermenn sem voru í haldi Rússa segjast hafa varið barðir ítrekað. Bein hafi verið brotin og þeir hafi sömuleiðis verið beittir kynferðislegu ofbeldi og að fangaverðir hafi hótað því að skera undan þeim svo þeir gætu ekki eignast börn. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns „Ég missti alla von og vonaðist til þess að deyja,“ sagði einn maður við rannsakendur. Hann reyndi að svipta sig lífi í fangaklefa en mistókst það. Í kjölfarið var hann barinn af rússneskum hermönnum og ítrekað gefið raflost í um tvær vikur. Eftir að honum var sleppt hefur hann þurft að vera lagður 36 sinnum inn á sjúkrahús vegna fylgikvilla fangavistarinnar. Annar hermaður sagði fangavörð hafa boðið sig velkominn til helvítis. Föngum var meðal annars sagt að markmiðið með öllum barsmíðunum og þessari slæmu meðferð væri að koma í veg fyrir að þeir gætu snúið aftur á víglínuna eftir fangaskipti. Margir fyrrverandi fangar eiga erfitt með andardrátt, sofa illa, geta ekki gengið, eru með brotin bein og brotnar tennur og önnur meiðsl af ýmsu tagi. Þá þjást margir af áfallastreitursökun og aðrir hafa framið sjálfsvíg. Fyrirspurnum í Rússlandi ekki svarað Í skýrslunni eru Úkraínumenn einnig sakaðir um ofbeldi. Í einu tilfelli sagðist kona hafa verið handsömuð af mönnum í úkraínskum herbúningum og að þeir hafi barið hana. Þá segir hún að þeir hafi þóst ætla að taka hana af lífi áður en þeir slepptu henni. Fleiri tilfelli þar sem fólk segist hafa orðið fyrir ofbeldi vegna gruns um að þau hafi starfað með Rússum eru nefnd í skýrslunni. Rannsakendur segja einnig að rússneskir stríðsfangar í haldi Úkraínumanna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi. Í flestum tilfellum mun þetta ofbeldi hafa átt sér stað þegar mennirnir voru handsamaðir. Þá hafa rannsakendur Sameinuðu þjóðanna haft fullan aðgang að fangelsum í Úkraínu. Enginn aðgangur hefur verið veittur að úkraínskum stríðsföngum í haldi Rússa. Rannsakendur hafa farið 23 sinnum fram á aðgang og fundum með rússneskum embættismönnum en beiðnum þeirra og fyrirspurnum hefur aldrei verið svarað. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að Rússar hafi framið umfangsmikla glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi í Úkraínu. Vísbendingar gefi til kynna að þessir glæpir séu kerfisbundinn angi innrásarinnar í Úkraínu. Þá segir þar að Úkraínumenn hafi einnig gerst sekir um ofbeldi og mannréttindabrot gegn fólki sem talið er hafa starfað með Rússum, en slík tilfelli séu tiltölulega fá. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. 15. mars 2024 21:27 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta er meðal ásakana í garð rússneskra hermanna sem koma fram í nýopinberaðri skýrslu sem lögð verður fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna sem unnu að gerð skýrslunnar segja rússneska hermenn hafa framið fjölda stríðsglæpa víðsvegar í Úkraínu, kynferðisofbeldi í garð borgara sé algengt og þeir teknir af lífi, börnum rænt til Rússland og úkraínskir stríðsfangar séu sveltir og pyntaðir í haldi Rússa. Skýrsluna, sem birt var í gær, má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðtölum við hundruð einstaklinga og fjallar meðal annars um kynferðislegt ofbeldi, ofbeldi í garð stríðsfanga, stríðsglæpi í Maríupól og annað. Raflost, barsmíðar og nauðganir Vert er að vara lesendur við því að lýsingarnar hér að neðan geta vakið óhug. Samkvæmt skýrslunni fundust konur og stúlkur frá fimmtán ára aldri til 83 ára sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í Kherson, Kyiv, Mykolaív, og Sapórisjía-héruðum. Rannsakendur segja að í mörgum tilfellum flokkist nauðganirnar og ofbeldið sem pyntingar. Hermenn eru sagðir hafa farið um hús í hópum og oft ölvaðir, þar sem þeir hafi beitt ofbeldi og hótunum. Í tilfellinu sem nefnt er hér að ofan, eftir að hermennirnir höfðu nauðgað konunni og sautján ára stúlkunni til skiptis, ógnuðu þeir þeim og fjölskyldumeðlimum þeirra með vopnum. Síðan þvinguðu þeir soninn til að horfa á þá nauðga þeim aftur og hleyptu af tveimur skotum við hlið höfuðs hans. Eftir það færðu þeir þau þrjú í annað hús þar sem þeir nauðguðu konunni og stúlkunni aftur og hótuðu syninum dauða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að úkraínskt fólk hafi verið þvingað til að verða vitni að kynferðislegu ofbeldi í garð fjölskyldumeðlima þeirra. Í öðru tilfelli, sem sagt er hafa átt sér stað í apríl 2022 í Kherson-héraði, fór yfirmaður í rússneska hernum inn í hús þar sem hann framkvæmdi húsleit. Hann sagðist því næst þurfa að yfirheyra fimmtán ára stúlku sem bjó þar og sagði henni að fara upp í bíl sinn. Hann keyrði hana í yfirgefna verslun þar sem hann gekk í skrokk á henni og nauðgaði henni. Í enn einu tilfelli frá september 2022, ruddust þrír hermenn inn í hús í leit að 54 ára konu sem bjó þar ásamt manni sínum. Hún var látin fylgja þeim til annars hús þar sem þeir héldu til og segir hún einn þeirra hafa sagt sér: „Við ætlum að sýna þér hvað kemur fyrir nasista og aðdáendur úkraínska hersins eins og þig“. Hún segir mennina hafa barið sig og gefið henni raflost. Þar að auki nauðguðu tveir hermannanna henni til skiptis í margar klukkustundir. Þá segist fimmtug kona hafa orðið fyrir ítrekaðu ofbeldi í Sapórisjíahéraði sem hófst í október 2022. Hún var gift manni í úkraínska hernum og var handsömuð þess vegna. Hún var lamin í haldi, kyrkt og kæfð þegar plastpoki var sett yfir höfuð hennar. Þá hótuðu hermenn því að nauðga henni. Seinna meir var hún færð á aðra varðstöð þar sem hún var yfirheyrð frekar. Hún var þvinguð til að afklæðast, barin og nauðgað með priki. Í janúar 2023 var konan færð aftur og þvinguð til að grafa skotgrafir fyrir rússneska hermenn. Við þá þrælkunarvinnu var henni nauðgað minnst fimm sinnum af rússneskum hermönnum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja þessi ódæði hafa skaðað fólk bæði líkamlega og andlega. Fólk sem beitt hafi verið ofbeldi og fólk sem hafi verið þvingað til að horfa á fjölskyldumeðlimi sína og maka beitta ofbeldi séu verulega sködduð, bæði líkamlega og andlega. Lík á víð og dreif í Maríupól Í skýrslunni er einnig fjallað um borgina Maríupól, sem hersveitir Rússa sátu um í nokkra mánuði vorið 2022. Borgin varð fyrir gífurlegum skemmdum en þar bjuggu hundruð þúsunda manna. Fólk sem slapp úr borginni segist hafa orðið vitni að fjölbýlishúsum hrynja í stórskotaliðs- og loftárásum og að í einhverjum tilfellum hafi íbúar reynt að bjarga sér með því að stökkva út um glugga á húsunum. Ekki liggur fyrir hve margir dóu í Maríupól en áætlanir eru frá nokkrum tugum þúsunda manns upp í hundrað þúsund manns. Vitni segja lík hafa legið á víð og dreif um borgina og í fjölmörgum rústum húsa. Sjá einnig: Afmá úkraínska menningu í Maríupól Þá segjast vitni hafa séð áhöfn rússneskra skriðdreka skjóta á íbúðarhús og sjúkrahús. Rannsakendur segjast hafa komist að þerri niðurstöðu að þar hafi verið um stríðsglæpi að ræða. Það hafi einnig verið stríðsglæpir þegar loftárásir voru gerðar á fæðingardeild í borginni og á leikhús sem óbreyttir borgarar leituðu skjóls í. Pyntingar tíðar Rannsakendur SÞ komust að þeirri niðurstöðu að pyntingar væru tíðar á hernumdum svæðum í Úkraínu. Fólk hafi verið pyntað í sjö héruðum Úkraínu og í Rússlandi og vísbendingar bendi til kerfisbundinna pyntinga á óbreyttum borgurum og stríðsföngum. Sjá einnig: Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um pyntingar á stríðsföngum. Þær eru sagðar hafa verið umfangsmiklar og bendir bæði umfangið og það hversu líkum aðferðum rússneskir hermenn beittu, benda til þess að þær hafi verið kerfisbundnar. Úkraínskir hermenn sem voru í haldi Rússa segjast hafa varið barðir ítrekað. Bein hafi verið brotin og þeir hafi sömuleiðis verið beittir kynferðislegu ofbeldi og að fangaverðir hafi hótað því að skera undan þeim svo þeir gætu ekki eignast börn. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns „Ég missti alla von og vonaðist til þess að deyja,“ sagði einn maður við rannsakendur. Hann reyndi að svipta sig lífi í fangaklefa en mistókst það. Í kjölfarið var hann barinn af rússneskum hermönnum og ítrekað gefið raflost í um tvær vikur. Eftir að honum var sleppt hefur hann þurft að vera lagður 36 sinnum inn á sjúkrahús vegna fylgikvilla fangavistarinnar. Annar hermaður sagði fangavörð hafa boðið sig velkominn til helvítis. Föngum var meðal annars sagt að markmiðið með öllum barsmíðunum og þessari slæmu meðferð væri að koma í veg fyrir að þeir gætu snúið aftur á víglínuna eftir fangaskipti. Margir fyrrverandi fangar eiga erfitt með andardrátt, sofa illa, geta ekki gengið, eru með brotin bein og brotnar tennur og önnur meiðsl af ýmsu tagi. Þá þjást margir af áfallastreitursökun og aðrir hafa framið sjálfsvíg. Fyrirspurnum í Rússlandi ekki svarað Í skýrslunni eru Úkraínumenn einnig sakaðir um ofbeldi. Í einu tilfelli sagðist kona hafa verið handsömuð af mönnum í úkraínskum herbúningum og að þeir hafi barið hana. Þá segir hún að þeir hafi þóst ætla að taka hana af lífi áður en þeir slepptu henni. Fleiri tilfelli þar sem fólk segist hafa orðið fyrir ofbeldi vegna gruns um að þau hafi starfað með Rússum eru nefnd í skýrslunni. Rannsakendur segja einnig að rússneskir stríðsfangar í haldi Úkraínumanna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi. Í flestum tilfellum mun þetta ofbeldi hafa átt sér stað þegar mennirnir voru handsamaðir. Þá hafa rannsakendur Sameinuðu þjóðanna haft fullan aðgang að fangelsum í Úkraínu. Enginn aðgangur hefur verið veittur að úkraínskum stríðsföngum í haldi Rússa. Rannsakendur hafa farið 23 sinnum fram á aðgang og fundum með rússneskum embættismönnum en beiðnum þeirra og fyrirspurnum hefur aldrei verið svarað. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir að Rússar hafi framið umfangsmikla glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi í Úkraínu. Vísbendingar gefi til kynna að þessir glæpir séu kerfisbundinn angi innrásarinnar í Úkraínu. Þá segir þar að Úkraínumenn hafi einnig gerst sekir um ofbeldi og mannréttindabrot gegn fólki sem talið er hafa starfað með Rússum, en slík tilfelli séu tiltölulega fá.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. 15. mars 2024 21:27 Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02 „Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52 Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sorgardagur í Odessa Tuttugu hið minnsta eru látnir og tugir særðir eftir eldflaugaárás Rússa á borgina Odessa í Úkraínu í dag. Sorgardegi hefur verið lýst yfir í borginni á morgun. Þá hófust forsetakosningar í Rússlandi í dag; enn önnur sex ár af Vladímír Pútín blasa við. 15. mars 2024 21:27
Segir Úkraínumenn ekki skorta hugrekki, heldur skotfæri Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í dag að Úkraínumenn glímdu við mikinn skotfæraskort og þyrftu meiri stuðning frá bakhjörlum þeirra. Hann sagði bakhjarla Úkraínu skorta pólitískan vilja. 14. mars 2024 15:02
„Vopnin eru til þess að nota þau“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. 13. mars 2024 13:52
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50