Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Dominik Szoboszlai er nú orðinn fyrirliði ungverska landsliðsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira