Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:30 Dominik Szoboszlai er nú orðinn fyrirliði ungverska landsliðsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Íslensku strákarnir tryggðu sér hreinan úrslitaleik um EM-sætið haustið 2020 með 2-1 sigri á Rúmeníu í undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Liðið mætti í framhaldinu Ungverjum í Búdapest mánuði síðar. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á umspilið sem átti að fara fram í mars en fór ekki fram fyrr en í október og nóvember. Úrslitaleikurinn um EM-sætið fór fram 12. nóvember á Puskás Aréna í Búdapest. Íslenska liðið byrjaði frábærlega og komst í 1-0 með marki Gylfa Þórs Sigurðssonar á 11. mínútu. Markið skoraði Gylfi beint úr aukaspyrnu. Þannig var staðan þar til á 88. mínútu þegar íslenska þjóðin var farin að telja niður og sá annað Evrópumótið í röð í hyllingum. Dramatíkin í lokin Ísland var á leiðinni á EM þegar Ungverjar snéru við leiknum á lokamínútunum. Loic Négo jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok og þegar það voru komnar tvær mínútur af uppbótartíma þegar Dominik Szoboszlai skoraði sigurmarkið. Szoboszlai var þarna nýorðinn tvítugur og leikmaður austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Markið var glæsilegt og sýndi að þar var mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Það vita miklu fleiri hver Szoboszlai er í dag en enska stórliðið Liverpool keypti hann frá þýska liðinu RB Leipzig síðasta sumar. Ungverjinn hefur þegar stimplað sig inn í Liverpool liðinu en reyndar verið mikið meiddur það sem af er nýju ári. Draumurinn um þriðja stórmótið dó þarna á lokasekúndunum á Puskás Aréna en nú er komið að skipta þessum minningum út í leiknum á móti Ísrael í vikunni. Aldrei verið jafn sorgmæddur „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var líka svekktur eftir tapið. „Að vera búinn að vinna jafn hart að einhverju markmiði og ná því ekki er sárt. Að vera yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum okkur um kennt. Við duttum kannski of aftarlega en okkur leið vel að vera með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu þeirra. Við fengum færi til að klára þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Maður er bara svekktur fyrir hönd allra í liðinu og allra sem að því standa. Við megum vera svekktir í kvöld en þurfum svo að rífa okkur upp á rassgatinu og einbeita okkur að næstu undankeppni,“ sagði Aron Einar.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira