Landsbankinn lækkar vexti Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 17:38 Höfuðstöðvar Landsbankans. vísir/vilhelm Landsbankinn kynnti í dag að bankinn muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. Munu fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig. Hið sama á við fasta vexti til fimm ára. Breytingarnar taka gildi á morgun, 16. mars 2024 en fram kemur á vef bankans að vaxtabreytingar taki mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands en einnig af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans. Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn í næstu viku. Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí. Stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur Seðlabankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Verðbólga hjaðnaði lítillega milli mánaða. Boltinn hjá Seðlabankanum Seðlabankastjóri hefur sagt nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagslífsins á fundi í vikunni. Þar kom fram að peningastefnan með hækkandi vöxtum hefði náð að hægja mikið á hagkerfinu og hagvexti. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vona að nýgerðir kjarasamningar og sú stefna sem þeir mörkuðu með hófsömum launahækkunum á næstu fjórum árum, verði innleg til minni verðbólgu og lækkunar vaxta. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri grípur boltann frá verkalýðshreyfingunni Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum en hann ákveður meginvexti sína í næstu viku. 13. mars 2024 12:36 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Breytingarnar taka gildi á morgun, 16. mars 2024 en fram kemur á vef bankans að vaxtabreytingar taki mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands en einnig af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans. Seðlabanki Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn í næstu viku. Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí. Stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur Seðlabankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Verðbólga hjaðnaði lítillega milli mánaða. Boltinn hjá Seðlabankanum Seðlabankastjóri hefur sagt nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagslífsins á fundi í vikunni. Þar kom fram að peningastefnan með hækkandi vöxtum hefði náð að hægja mikið á hagkerfinu og hagvexti. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist vona að nýgerðir kjarasamningar og sú stefna sem þeir mörkuðu með hófsömum launahækkunum á næstu fjórum árum, verði innleg til minni verðbólgu og lækkunar vaxta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankastjóri grípur boltann frá verkalýðshreyfingunni Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum en hann ákveður meginvexti sína í næstu viku. 13. mars 2024 12:36 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Seðlabankastjóri grípur boltann frá verkalýðshreyfingunni Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga góð tíðindi og hugsunin í samningunum væri góð. Nú væri boltinn hjá Seðlabankanum en hann ákveður meginvexti sína í næstu viku. 13. mars 2024 12:36