„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2024 10:15 Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans. AP/Brett Duke Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent