Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2024 10:00 Dani Koljanin og Arnór Hermannsson í bolunum sem seldir verða á staðnum til styrktar Píeta. Gunnar Sverrisson Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. KR Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Mikið er undir hjá KR-ingum innan vallar en liðið er þremur leikjum frá því að endurheimta sæti sitt í Subway-deildinni að ári. KR vann ÍR í toppslag síðustu helgi og er nú eitt á toppnum, tveimur stigum á undan ÍR-ingum. Sigrar í síðustu þremur leikjunum, gegn ÍA, Þrótti Vogum og Ármanni munu því tryggja KR efsta sætið og sæti í efstu deild. Liðin þar fyrir neðan fara í umspil um hvert þeirra fylgir toppliðinu upp. Það er hins vegar málefni utan vallar sem verður í brennidepli í KR-heimilinu í kvöld. Um er að ræða sérstakan styrktarleik fyrir Píeta samtökin. Píeta sinnir forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Ágóði allrar miðasölu á leik kvöldsins rennur til Píeta samtakanna, sem og sala á sérstökum bolum sem gerðir hafa verið fyrir tilefnið. Þá er miklu til tjaldað þar sem KR mun leika í sérstökum búningum í leiknum sem hannaðir eru af Antoni Jónasi Illugasyni. Tónlistarkonan Una Torfadóttir mun þá syngja KR-lagið fyrir leik. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. „Leikurinn gegn Skagamönnum í kvöld er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Annars vegar vegna þess að við ætlum okkur að sigra þennan leik til að færast skrefi nær okkar markmiði að enda deildarkeppnina í efsta sæti. Hins vegar stendur þetta málefni okkur nærri, við viljum með þessum leik vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Píeta samtökin eru að sinna,“ segir Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, um leik kvöldsins. Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna.vísir/antonbrink „Við hjá Píeta samtökunum erum mjög ánægð með þetta samstarf við körfuknattleiksdeild KR og finna hjá þeim þessa vitundarvakningu til að vekja athygli á sjálfsvígs- og sjálfskaðavanda. Það að finna svona mikinn metnað hjá íþróttafélagi eins og KR er frábært,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri Píeta samtakanna, við Vísi. „Svona umræða vekur iðkendur og einstaklinga almennt til umhugsunar um að það líður mörgum illa, eru hræddir að koma fram og leita hjálpar og þjást í þögn. Verum til staðar fyrir alla þá sem líður illa og vilja tala opinskátt um hlutina, og hvetjum þá til að leita í vinina eða baklandið. Það er alltaf von,“ bætir Benedikt við. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
KR Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira