„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 19:27 Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við Þórsliðinu. vísir/tjörvi týr Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum. Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum.
Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira