Amanda og Brák meðal handhafa Íslensku myndlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. mars 2024 21:16 Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra sem hlutu verðlaun í Iðnó í kvöld. Amanda Riffo og Brák Jónsdóttir eru meðal þeirra myndlistarmanna sem hlutu Íslensku myndlistarverðlaunin. Þá fékk Hreinn Friðfinnsson Verðlaunaafhending fór fram í Iðnó í kvöld þar sem var margt um manninn. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn. Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Aðalverðlaunin, Myndlistarmaður ársins, féllu í skaut Amöndu Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu, sýningarstjóri var Sunna Ástþórsdóttir. Amanda, sem er fædd 1977, er frönsk-sílesk myndlistarkona sem hefur verið búsett í Reykjavík frá árinu 2012. Á sýningunni House of Purkinje samstillir Amanda ólíkar frásagnir á afar snjallan hátt, allt frá þekkingarfræði (kenningum um skynjun) og ljósfræði, í gegnum eigin reynslu sína af listtengdu bútasaums-hagkerfi til gagnrýnnar skynjunar á samtímalistinni og gangverki þess. Brák með hvatningaverðlaun Þá hlaut Brák Jónsdóttir Hvatningaverðlaunin fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík og hlaut hún 500.000 kr í verðlaunafé. Brák, sem er fædd árið 1996, útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Það er mat dómnefndar að skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru, vaxtarferli og hlut ímyndunaraflsins í sköpun veruleikans á jaðri hins mögulega og ómögulega. Verkin eru forvitnileg, þau kveikja á ýmsum af þeim stöðvum í líkamshylkinu sem framkalla bæði erfið og ánægjuleg tilfinningaviðbrögð. Áhugaverðasta endurlitið, samsýning ársins og útgáfa Þá voru einnig veittar fjórar viðurkenningar til viðbótar. Viðurkenningu fyrir Áhugaverðasta endurlitið hlaut sýningin Rauður þráður, sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Sýningin er afrakstur viðamikillar rannsóknar Sigrúnar Ingu Hrólfsdóttur, sýningarstjóra, á listferli Hildar. Samsýningu ársins hlaut sýningin Að rekja brot í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni, sem sett var upp í tveimur meginsölum safnsins, voru sýnd ný og nýleg verk sex listamanna, þar af tveggja íslenskra einstaklinga af erlendum uppruna. Sýningarstjóri var Daría Sól Andrews. Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu hlaut bókin Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. Höfundur bókarinnar er Ágústa Oddsdóttir og ritstjóri er Abigail Ley. Heiðursverðlaunin til Hreins Að þessu sinni féll Heiðursviðurkenning myndlistarráðs í skaut Hreins Friðfinnssonar. Því miður gafst ekki færi á að veita Hreini viðurkenninguna formlega sökum þess að hann féll frá fyrr í mánuðinum, eftir langan og óslitinn listferil. Á verðlaunaafhendingunni var minningu Hreins heiðruð og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafn Reykjavíkur, flutti erindi um verk hans og ævistarf. Sérskipuð dómefnd velur handhafa, fyrir utan Heiðursviðurkenningarhafa sem valinn er af myndlistarráði. Eins og áður var auglýst eftir tillögum að tilnefningum og bárust fjölmargar tillögur að þessu sinni. Í byrjun mars var tilkynnt hverjir voru tilnefndir sem Myndlistarmaður ársins, alls fjórir listamenn og til Hvatningarverðlaunana, alls þrír listamenn.
Myndlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira