Gylfa hafi verið tilkynnt að hann sé ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson verður á líkindum ekki í landsliðshópnum á morgun. vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson fékk að vita á dögunum að hann verði ekki í landsliðshópi Íslands sem tilkynntur verður á morgun ef marka má fyrirliða Fylkis. Gylfi æfði með Fylkismönnum á Spáni í síðustu viku. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, greinir frá þessu í hlaðvarpinu Gula spjaldið sem er í umsjón Alberts Brynjars Ingasonar. Gylfi Þór hefur verið í endurhæfingu á Spáni frá því að hann komst að samkomulagi um samningsslit við Lyngby í janúar. Fylkir var í æfingaferð á Spáni í síðustu viku og Gylfi kom inn á þær æfingar. Ragnar segir að Gylfa hafi verið tilkynnt af KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum á meðan hann æfði með Fylkismönnum. „Hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur, að þá kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Honum er tilkynnt það,“ segir Ragnar Bragi. Þau tíðindi geti hafa stuðlað að því að Gylfi samdi við Val í dag. „Þá fer hann að endurhugsa hvað hann ætlar að gera. Hann ætlaði að nýta æfingarnar með okkur og svo með Val til að komast á góðu skriði inn í landsleikina og finna svo lið út frá því,“ bætir Ragnar við. Åge Hareide hafði þegar tjáð Vísi að ólíklegt væri að Gylfi Þór, sem og Aron Einar Gunnarsson, yrðu valdir í hópinn vegna skorts á leikæfingu. Gylfi Þór skrifaði undir hjá Val í morgun og er með liðinu í æfingaferð á Spáni. Landsliðshópur Íslands verður valinn á morgun. Liðið mætir Ísrael þann 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Valur Fylkir Tengdar fréttir Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46 Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01 Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun. 14. mars 2024 09:46
Sjö dagar í EM-umspil: Hverjir eiga að koma Íslandi til Þýskalands? Á morgun ræðst það hvaða leikmönnum Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, ætlar að treysta til þess að koma Íslandi á EM í Þýskalandi í sumar. 14. mars 2024 11:01
Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. 13. mars 2024 13:25