Stal þremur milljörðum króna af félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 23:20 Leikmenn Jacksonville Jaguars fyrir leik á móti Carolina Panthers í NFL-deildinni. Enginn gerði sér grein fyrir því hvað var í gangi á bak við tjöldin. Getty/Courtney Culbreath Fyrrum starfsmaður bandaríska félagsins Jacksonville Jaguars er bæði búinn að missa vinnuna og á leið í fangelsi. Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024 NFL Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Sjá meira
Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024
NFL Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Sjá meira