Telur saklausar ástæður liggja að baki stormsins í kringum Katrínu Jón Þór Stefánsson skrifar 13. mars 2024 13:48 Fjöldi samsæriskenninga hafa sprottið upp um Katrínu Middleton, prinsessuna af Wales, undanfarna daga og vikur. Getty „Maður þarf að passa sig. Það er rosa auðvelt að falla fyrir einhverjum svona kenningum,“ segir Guðný Ósk Laxdal, kennari og royalisti, um samsæriskenningar sem hafa sprottið upp undanfarnar viku um Katrínu Middleton, prinsessuna af Wales. Umræddar kenningar urðu sérstaklega áberandi í kjölfar myndbirtingar af Katrínu og börnum hennar, en myndin var dregin til baka eftir að upp komst að átt hafði verið við myndina. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær ræddi Guðný um málið. „Katrín tilkynnti í janúar að hún væri að fara í stóra aðgerð og að hún ætlaði að taka sér alveg þrjá mánuði og að hún ætlaði ekki að láta sjá sig neitt opinberlega á meðan hún væri að ná bata. Þetta er náttúrulega kona sem fólk er vant að sjá myndir af reglulega,“ segir Guðný sem fer stuttlega yfir einhverjar þeirra samsæriskenninga sem hafa sprottið upp. „En það koma mikið af samsæriskenningum um þetta hvarf hennar og hvar hún sé í ósköpunum: að hún sé bara ekki á lífi, að Vilhjálmur hafi gert henni eitthvað, að það sé verið að geyma hana í kjallaranum í höllinni.“ Guðný útskýrir að Katrín búi, ásamt Vilhjálmi krónprins, í eða við Windsor-kastala, sem sé ansi óaðgengilegur almenningi. Mikil öryggisgæsla sé umhverfis híbýli þeirra og há tré umlyki svæðið. Þannig þegar Katrín dregur sig í hlé sé auðvelt fyrir hana að hverfa úr kastljósi fjölmiðla. Síðan hafi papparassa tekist að ná mynd af Katrínu og móður hennar í bíl. Sú mynd hafi verið birt í bandarískum, en ekki breskum fjölmiðlum og þá hafi myndast pressa á Katrínu að birta sjálf mynd af sér. „Þá er gefin út þessi mynd á sunnudeginum í tilefni mæðradagsins í Bretlandi. Síðan kemur út þarna um kvöldið að þessar myndaveitur, sem fréttamiðlar nota til að fá myndir, þau vilja ekki lengur dreifa myndinni vegna þess að það er búið að gera of mikið við hana. Og úr verður þessi fjölmiðlastormur sem er í gangi núna og ýtir undir allar samsæriskenningarnar.“ Flestar mæður geti sýnt Katrínu sambúð Að sögn Guðnýjar er alls ekki um að ræða fyrstu myndina sem konungsfjölskyldan sendi frá sér sem búið sé að eiga við. En þessi mynd hafi vakið alveg sérstaka athygli. „Það virðist vera mjög saklaus ástæða fyrir þessu,“ segir Guðný sem telur að myndin hafi verið unnin úr nokkrum myndum af Katrínu og börnunum sem hafi verið teknar í sömu myndatöku. „Ég held að flestar mömmur geti sýnt henni samúð. Það er erfitt að fá börnin til að vera öll sæt á einni mynd.“ Guðný telur að áðurnefnd aðgerð sem Katrín hafi farið í hafi verið erfið og hún hafi hreinlega ákveðið að vera ekki mikið í sviðsljósinu í kjölfar hennar. Er höllin ekkert að svara? „Nei. Höllin gerir það oft ekki í svona málum. Hún reyndir oft að standa svona mál af sér og svarar ekki svona orðrómum. Annars þyrftu þau alltaf að svara öllum,“ segir Guðný. „Það er ekkert krassandi að gerast, en það er mjög áhugavert hvað þetta eru orðnar ótrúlega háværar kenningar.“ Heilsufar Karls líti ekki vel út Jafnframt hefur Karl Bretlandskonungur verið mikið milli tannanna fólki, en í upphafi febrúarmánaðar var greint frá því að hann hefði verið greindur með krabbamein. Ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein sé að ræða. Guðný segir að sögusagnirnar gangi út á að konungurinn sé nær dauða en lífi. „Hann virðist ekki vera að mæta á viðburði þar sem er mikið af fólki,“ segir hún og bendir á að hann hafi ekki mætt í jarðarför í gær vegna þess. „En hann er samt að hitta forsætisráðherrann, einhverja sendiherra og hann er að eiga einhverja fundi og virðist vera að sinna skriffinskunni.“ „Síðan kom mynd af honum á sunnudaginn þar sem hann leit bara alls ekki vel út. Það var búið að mála hann eitthvað upp. Það virðist vera mjög alvarlegt heilsufarið hjá þeim þarna í Bretlandi,“ segir Guðný sem minnist einnig á að Sara Ferguson, hertogaynjan af York, hafi líka verið greind með krabbamein. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Tengdar fréttir Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. 16. febrúar 2024 18:28 Draga til baka að prinsessan muni mæta Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní. 6. mars 2024 00:01 Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
Umræddar kenningar urðu sérstaklega áberandi í kjölfar myndbirtingar af Katrínu og börnum hennar, en myndin var dregin til baka eftir að upp komst að átt hafði verið við myndina. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær ræddi Guðný um málið. „Katrín tilkynnti í janúar að hún væri að fara í stóra aðgerð og að hún ætlaði að taka sér alveg þrjá mánuði og að hún ætlaði ekki að láta sjá sig neitt opinberlega á meðan hún væri að ná bata. Þetta er náttúrulega kona sem fólk er vant að sjá myndir af reglulega,“ segir Guðný sem fer stuttlega yfir einhverjar þeirra samsæriskenninga sem hafa sprottið upp. „En það koma mikið af samsæriskenningum um þetta hvarf hennar og hvar hún sé í ósköpunum: að hún sé bara ekki á lífi, að Vilhjálmur hafi gert henni eitthvað, að það sé verið að geyma hana í kjallaranum í höllinni.“ Guðný útskýrir að Katrín búi, ásamt Vilhjálmi krónprins, í eða við Windsor-kastala, sem sé ansi óaðgengilegur almenningi. Mikil öryggisgæsla sé umhverfis híbýli þeirra og há tré umlyki svæðið. Þannig þegar Katrín dregur sig í hlé sé auðvelt fyrir hana að hverfa úr kastljósi fjölmiðla. Síðan hafi papparassa tekist að ná mynd af Katrínu og móður hennar í bíl. Sú mynd hafi verið birt í bandarískum, en ekki breskum fjölmiðlum og þá hafi myndast pressa á Katrínu að birta sjálf mynd af sér. „Þá er gefin út þessi mynd á sunnudeginum í tilefni mæðradagsins í Bretlandi. Síðan kemur út þarna um kvöldið að þessar myndaveitur, sem fréttamiðlar nota til að fá myndir, þau vilja ekki lengur dreifa myndinni vegna þess að það er búið að gera of mikið við hana. Og úr verður þessi fjölmiðlastormur sem er í gangi núna og ýtir undir allar samsæriskenningarnar.“ Flestar mæður geti sýnt Katrínu sambúð Að sögn Guðnýjar er alls ekki um að ræða fyrstu myndina sem konungsfjölskyldan sendi frá sér sem búið sé að eiga við. En þessi mynd hafi vakið alveg sérstaka athygli. „Það virðist vera mjög saklaus ástæða fyrir þessu,“ segir Guðný sem telur að myndin hafi verið unnin úr nokkrum myndum af Katrínu og börnunum sem hafi verið teknar í sömu myndatöku. „Ég held að flestar mömmur geti sýnt henni samúð. Það er erfitt að fá börnin til að vera öll sæt á einni mynd.“ Guðný telur að áðurnefnd aðgerð sem Katrín hafi farið í hafi verið erfið og hún hafi hreinlega ákveðið að vera ekki mikið í sviðsljósinu í kjölfar hennar. Er höllin ekkert að svara? „Nei. Höllin gerir það oft ekki í svona málum. Hún reyndir oft að standa svona mál af sér og svarar ekki svona orðrómum. Annars þyrftu þau alltaf að svara öllum,“ segir Guðný. „Það er ekkert krassandi að gerast, en það er mjög áhugavert hvað þetta eru orðnar ótrúlega háværar kenningar.“ Heilsufar Karls líti ekki vel út Jafnframt hefur Karl Bretlandskonungur verið mikið milli tannanna fólki, en í upphafi febrúarmánaðar var greint frá því að hann hefði verið greindur með krabbamein. Ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein sé að ræða. Guðný segir að sögusagnirnar gangi út á að konungurinn sé nær dauða en lífi. „Hann virðist ekki vera að mæta á viðburði þar sem er mikið af fólki,“ segir hún og bendir á að hann hafi ekki mætt í jarðarför í gær vegna þess. „En hann er samt að hitta forsætisráðherrann, einhverja sendiherra og hann er að eiga einhverja fundi og virðist vera að sinna skriffinskunni.“ „Síðan kom mynd af honum á sunnudaginn þar sem hann leit bara alls ekki vel út. Það var búið að mála hann eitthvað upp. Það virðist vera mjög alvarlegt heilsufarið hjá þeim þarna í Bretlandi,“ segir Guðný sem minnist einnig á að Sara Ferguson, hertogaynjan af York, hafi líka verið greind með krabbamein.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Tengdar fréttir Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. 16. febrúar 2024 18:28 Draga til baka að prinsessan muni mæta Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní. 6. mars 2024 00:01 Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. 16. febrúar 2024 18:28
Draga til baka að prinsessan muni mæta Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní. 6. mars 2024 00:01
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55