Hvað er að þessari pólitík? Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 17:31 Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun