Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 12:02 Það er tómlegt um að lítast í Grindavík þessa dagana. Forseti bæjarstjórnar segir þó að margir íbúar sjái enn fyrir sér framtíð í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira