Erlent

Fær græddan í sig gang­ráð í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Haraldur V Noregskonungur og Margrét Þórhildur Danadrottning á góðri stund síðasta sumar.
Haraldur V Noregskonungur og Margrét Þórhildur Danadrottning á góðri stund síðasta sumar. EPA

Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku konungshöllinni. Hinn 87 ára konungur mun gangast undir aðgerðina á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.

Haraldur veiktist á dögunum þegar hann var í fríi á malasísku eyjunni Langkawi og fékk hann þá bráðabirgðagangráð sem ekki er græddur í hann. Var þá greint frá því að konungurinn væri með of hægan hjartslátt og því væri þörf á varanlegum gangráð.

Beðið var eftir aðgerðinni og ígræðslunni þar til að sýking gengi niður.

Í tilkynningunni frá konungshöllinni kemur fram að Haraldur konungur muni þurfa að dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga að aðgerð lokinni.


Tengdar fréttir

Noregs­konungur fær gang­ráð

Haraldur Noregskonungur mun fá græddan í sig varanlegan gangráð þar sem hjartsláttur hans þykir of hægur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×