Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:47 John Barnett leitaði til fjölmiðla árið 2019 og ljóstraði upp um galla í Boeing 787 Dreamliner flugvélunum. Getty/Alexi Rosenfeld Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
John Barnett starfaði fyrir Boeing í 32 ár áður en hann settist í helgan stein árið 2017. Barnett var 62 ára gamall þegar hann lést en samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Charleston sýslu lést hann af sárum, sem hann veitti sjálfum sér, á laugardag. Lögregla hefur andlát hans nú til rannsóknar. Barnett þurfti að láta af störfum hjá Boeing árið 2017 vegna heilsufarsástæðna en frá árinu 2010 hafði hann starfað sem gæðastjóri í verksmiðju Boeing í áðurnefndri Charleston í Suður-Karólínu. Barnett steig fram í viðtali við breska ríkisútvarpið árið 2019 þar sem hann greindi frá því að galli í súrefniskerfi 787 Dreamliner-vélanna gæti leitt til súrefnisskorts á meðal flugfarþega, félli þrýstingur skyndilega í farþegarýminu. Prófanir hafi sýnt að allt að fjórðungur kerfanna sé gallaður og gæti því mögulega ekki virkað þegar þörf væri á. Hann sagði jafnframt í viðtalinu að gallaðir hlutir væru vísvitandi settir í Boeing-vélar í einni af verksmiðjum fyrirtækisins. Boeing þvertók fyrir ásakanir Barnetts en í kjölfar úttektar flugmálastjórnar Bandaríkjanna tók hún undir þó nokkrar áhyggjur Barnetts. Í kjölfar þess að Barnett settist í helgan stein ákvað hann að fara í meiðyrðamál við flugvélafrmaleiðandann. Hann sakaði Boeing bæði um meiðyrði og um að hafa hindrað framgang hans í starfi vegna athugasemda sem hann gerði við öryggismál í framleiðsluferlinu. Boeing neitaði öllum ásökunum Barnetts. Barnett hafði dagana fyrir andlát sitt verið í Charleston vegna aðalmeðferðar í máli hans gegn Boeing. Í síðustu viku bar hann vitni fyrir dómi og átti að halda því áfram á laugardag. Samkvæmt frétt BBC mætti Barnett ekki á tilsettum tíma í dómsal og lögregla sent viðbragð á hóteli hans. Hann hafi fundist í bíl sínum fyrir utan hótelið. Boeing gaf út yfirlýsingu í dag þar sem það sagðist harma dauða Barnetts og sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45 Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47 Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. 11. mars 2024 08:45
Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. 24. janúar 2024 14:47
Lausir skrúfboltar í vélum Boeing Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu. 8. janúar 2024 22:38