Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 14:30 Kjartan Atli Kjartansson er með Álftanes í 6. sæti Subway-deildarinnar og undanúrslitum VÍS-bikarsins, en næstu leikir liðsins eru óhemju mikilvægir. vísir/Hulda Margrét Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira