Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 14:30 Kjartan Atli Kjartansson er með Álftanes í 6. sæti Subway-deildarinnar og undanúrslitum VÍS-bikarsins, en næstu leikir liðsins eru óhemju mikilvægir. vísir/Hulda Margrét Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira