Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:16 Baldur ásamt dóttur sinni Álfrúnu Pelu og litlu Sóleyju Lóu auk hjónanna Valgerðar og Jakobs. Akrafjall í bakgrunni. Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“ Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“
Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58
Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10