Innlent

Kjara­samningar, nýr Landspítali og innflytjendamálin

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þau Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson alþingismenn ræða áhrif kjarasamninga á afkomu ríkissjóðs, sem fyrir glímir við óvænt útgjöld vegna hamfara á Reykjanesinu, á Sprengisandi.

Þau velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi miklu útgjöld muni hafa á framtíðina sem þjóðarsáttarsamningarnir eiga að skapa.

Næstur mætir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri byggingar nýs Landspítala. Verkefnis sem verður bara dýrara í hvert sinn sem upplýsingar eru veittar. Hvað er á seyði og hver verður lokatalan? Kristján Kristjánsson leitar svara hjá Gunnari.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, freistar þess að ná utan um innflytjendamálin, stærsta rifrildismál samtímans, með nýrri löggjöf. Hún situr fyrir svörum um málið.

Þau Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi, segjast hafa náð tímamóta kjarasamningum og skapað sátt til næstu fjögurra ára, skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Þau fara yfir þennan áfanga.

Sprengisandur hefst að loknum tíufréttum á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×