Þegar ég verð stór Berglind Sunnu Bragadóttir skrifar 9. mars 2024 15:01 Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun