Þegar ég verð stór Berglind Sunnu Bragadóttir skrifar 9. mars 2024 15:01 Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum. Spurningin „hvað ertu að gera þessa dagana?“ eða afbrigði hennar eru fastur liður í hverju góðu fjölskylduboði. Og ekki nema furða, við verjum um fimmtung tíma okkar í vinnunni og allt frá 10 til 18 árum í skóla að undirbúa starfsævina. Það er því eins gott að við vöndum valið um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór. Fjöldi þátta, meðvitaðra og ómeðvitaðra, spila inn í það val eða skortinn þar á. Á ég fyrir því að fara í námið sem leiðir mig í rétta átt? Styður umhverfi mitt við þá drauma? Er raunhæft fyrir mig að láta drauminn rætast? Námsfyrirkomulag opinberu háskólanna Það er síður en svo að háskólanám henti okkur öllum eða draumar okkar allra leynist að loknu háskólanámi. En til þess að geta valið eitthvað þá verðum við líka að hafa færi á að hafna öðrum kostum. Þá er það staðreynd að bætt aðgengi að menntun er eitt af okkar bestu verkfærum til að auka jöfnuð og að skert aðgengi geti leitt til verri heilsu. Á Íslandi eru sjö háskólar starfandi og fjórir þeirra reknir sem opinberir háskólar: Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. Þar sem allir landsmenn leggja í púkk við að fjármagna þessa skóla hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að öll hafi aðgang að þeim og þeir styðji við markmið jöfnuðar og bættrar lýðheilsu. Háskóli Íslands er lang stærstur opinberu háskólanna, bæði hvað varðar nemendafjölda og námsframboð. Þar eru 243 greinar í grunn- og framhaldsnámi kenndar í staðnámi og 13 í blönduðu námi. Fjarnáms framboð skólans skorðast nær einvörðungu við mennta- eða félagsvísindasvið og alls eru 39 námsleiðir í boði í fjarnámi. Allar 68 námsleiðir Háskólans á Akureyri, hvort sem er á heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviði eða hug- og félagsvísindasviði, er í boði í svokölluðu „sveigjanlegu námi“ þar sem nemandinn er ekki bundinn við að mæta í kennslustundir á Akureyri en þarf að mæta í reglulegar staðlotur líkt og gengur og gerist í fjarnámi. Námsframboð Landbúnaðarháskólans skorðast, eðlilega, að stærstum hluta til við landbúnaðartengdar greinar og allt námsframboð skólans, utan einnar greinar er í boði í fjarnámi. Sama saga á við í Háskólanum á Hólum þar sem allt nám á grunn- og framhaldsstigi eru í boði í fjarnámi. Þarna sker Háskóli Íslands sig úr hvað varðar lágt hlutfall fjárnámsleiða. Þó ber að nefna að hvað þetta varðar líkist hann hinum háskólanum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða ríflega 80% allra háskóla áfanga á landinu, aðeins 11% þeirra í fjarnámi. Þegar ég verð stór þarf ég að búa á höfuðborgarsvæðinu Af þessu er skýrt að fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunar um langt um færra að velja þegar það velur sér ævistarfið. Séu draumarnir í STEM greinum sem dæmi, sem háskólaráðherra er tíðrætt um, geta þau nánast gleymt því að búa áfram í heimabyggð meðan þau mennta sig. Ungt Framsóknarfólk telur að þörf sé á auka stafræna miðlun kennsluefnis og fjölga þeim námsleiðum sem í boði eru í stafrænu námi og fjarnámi í ríkisreknum háskólum. Aðgengi að námi á ekki að vera háð búsetu, fjárhag eða fjölskylduaðstæðum (Ályktun 48. sambandsþings Sambands ungra Framsóknarmanna, 2023). Ef við viljum að fólk búi og blómstri um land allt verðum við að ráða bót á þessum málum. Við verðum að veita landsmönnum aukið frelsi. Frelsi til að velja hvar þau búa, við hvað þau starfa og í hverju þau mennta sig. höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Tölur birta með fyrirvara um færni greinarhöfundar í talningu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun