Ég vil ekki skipta við Rapyd Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:16 Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem var illa brugðið við að lesa ummæli forstjóra Rapyd um að fyrirtækið stæði með Ísrael í stríðinu á Gaza, sama hver fórnarkostnaðurinn yrði meðal óbreyttra borgara. Síðar kom í ljós að þessi maður er líka stjórnarformaður útibús Rapyd á Íslandi. Ég fór að reyna að forðast viðskipti við Rapyd þegar ég gat en það er sannarlega ekki auðvelt. Rapyd er langstærsta fyrirtæki í færsluhirðingu á Íslandi og eina fjármálafyrirtækið sem kemur bæði að virkni greiðslukorta, hraðbanka og posa í verslunum. Þetta er í raun og veru ekki fyrirtæki sem neytendur á Íslandi hafa mikið val um að skipta við. Þegar ég svo frétti að Rapyd tæki beinan þátt í stríðinu og ætti í samstarfi við ísraelska herinn ákvað ég að reyna samt sem áður allt til að eiga ekki nein viðskipti við þetta fyrirtæki. Rapyd hefur hins vegar litla þolinmæði fyrir löngun neytenda til að ráða því við hvern þeir eiga í viðskiptum við og hefur fjarlægt merki sitt af öllum posum til að fela sig fyrir neytendum. Ef þú sérð ómerktan posa, þá er hann að öllum líkindum Rapyd posi. Þegar þú kaupir í matinn hjá Bónus, Hagkaup, Nettó, Samkaup, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Extra, 10/11 og Iceland , þá ertu að versla við Rapyd. En sem betur fer eru margar matvöruverslanir ekki með Rapyd. Til dæmis Krónan, Heimkaup, Fjarðarkaup og Melabúðin. En víða úti á landi getur verið ómögulegt fyrir fólk að sleppa við Rapyd þótt það vilji, sem er óþolandi. Ef við þurfum að kaupa okkur húsgögn og annað til heimilisins er staðan aðeins betri því IKEA, Jysk, Ilva og Casa eru til dæmis ekki með Rapyd. Ekki heldur Bauhaus og Garðaland. Hins vegar eru því miður bæði Byko og Húsasmiðjan með Rapyd og þar með líka Blómaval. Það er sumsé erfitt að sinna daglegum nauðsynjum á Íslandi án þess að neyðast til að eiga í viðskiptum við Rapyd. Erfitt, en þó mögulegt, þökk sé fyrirtækjum sem skipta um færsluhirði. Greiðslukort Arion banka og Landsbankans tengjast Rapyd en greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka og Kviku gera það ekki. Þar er því auðvelt að skipta. Eina leiðin til að taka út reiðufé á Íslandi án þess að Rapyd taki þar skerf af virðist hins vegar vera sú að fara til gjaldkera eða taka út peninga af sparnaðarreikningum í hraðbanka með rafrænum skilríkjum. Já, þú last rétt, það er ekki einu sinni hægt að taka út peninga með korti hjá Íslandsbanka (sem tengist annars ekki Rapyd) í hraðbanka frá Íslandsbanka, án þess að Rapyd eigi hlut að máli. Líklega mega neytendur á Íslandi þakka fyrir að þessu fyrirtæki hafi ekki verið falið að prenta peninga fyrir íslenska ríkið. Einna verst er þó að Ríkiskaup gerði samning árið 2021 við Valitor sem í dag er Rapyd. Nýbúið er að framlengja samninginn fyrir hönd 160 ríkisstofnana, þar á meðal eru sjúkrahús, heilsugæslur, skólar og sýslumenn. (Allt saman auðvitað stofnanir sem forstjóra Rapyd þætti ásættanlegur fórnarkostnaður í stríði.) Þætti okkur það í lagi ef Ríkiskaup skipti við fyrirtæki í rússneskri eigu, með forstjóra sem hefði lýst yfir opinberum stuðningi við innrásina í Úkraínu? Hér gildir því að borga annað hvort með reiðufé eða biðja um reikning í heimabanka. Það er vel hægt að lágmarka viðskipti sín við Rapyd þótt enn sé erfitt að sleppa þeim alveg. Sem betur fer verður það auðveldara með hverri vikunni því fjöldi stjórnenda og eigenda fyrirtækja vilja ekki frekar en ég senda peningana sína til fyrirtækis sem tekur beinan þátt í stríði. Á vefsíðunni www.hirdir.is getur þú séð hvort verslunin sem þú ferð oftast í sé með Rapyd. Sniðganga á Rapyd er eitt af því fáa sem við, almenningur á Íslandi, getur gert til að þrýsta á að stríðinu á Gaza ljúki sem fyrst og að þeir sem taka beinan þátt í þjóðarmorði þurfi að svara fyrir gjörðir sínar. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun