Bellingham segir bannið fáránlegt: Eru að gera mig að víti til varnaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 09:30 Jude Bellingham var allt annað en sáttur með ákvörðun dómarans. Getty/Aitor Alcalde Enski landsliðsmiðjumaurinn Jude Bellingham er allt annað en sáttur við tveggja leikja bannið sem hann var dæmdur í vegna framkomu sinnar eftir leik Real Madrid og Valencia um síðustu helgi. Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Bellingham skoraði sigurmark í leiknum en það var ekki dæmt gilt af því að dómarinn hafði flautað leikinn af sekúndu áður. Dómarinn flautaði leikinn af þegar Real Madrid liðið var í stórsókn og um leið og liðsfélagi Bellingham var að senda boltann fyrir markið. Bellingham trompaðist yfir þessari ákvörðun en fékk að launum rauða spjaldið fyrir mótmælin. Hann öskraði hvað eftir annað á dómarinn að þetta hafi verið f-g mark. Flestir skilja ekki hvernig dómarinn gat flautað leikinn af á slíkum tímapunkti en niðurstöðunni var ekki breytt. Bellingham on two-game ban: Refs' body making 'example' of me https://t.co/b3FGbEI8c0— ESPN (@espnvipweb) March 7, 2024 Real Madrid vildi vissulega láta draga rauða spjaldið til baka en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins ákvað aftur á móti að dæma enska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann. Bellingham var spurður út í bannið eftir Meistaradeildarleik Real Madrid í vikunni. „Það er erfitt að tala um þetta því það eru áfrýjanir í gangi,“ sagði Jude Bellingham við Movistar eftir leikinn. „Það eina sem ég get sagt er að fara yfir það hvað gerðist og að dómarinn skuli hafa flautað þarna. Hann er mennskur en það er ég líka,“ sagði Bellingham. „Ég sagði ekkert móðgandi. Mér finnst að af því að ég er nýr í deildinni þá séu þeir að gera mig að víti til varnaðar. Það er allt í góðu mín vegna. Ég verð að taka ábyrgð á minni hegðun,“ sagði Bellingham. „Mér finnst tveggja leikja bann svolítið fáránlegt en ef ég fæ ekki að spila þessa tvo leiki þá mun ég styðja liðið úr stúkunni,“ sagði Bellingham. Ojo: la secuencia "Fucking goal" de Bellingham como aún no la habías visto Así lo captó Chema Rey pic.twitter.com/MO9t1n0Dzx— MARCA (@marca) March 4, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira