„Gott að sjá að við erum enn þokkalegir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2024 21:36 Benedikt Guðmundsson var ánægður með margt í leik sinna manna. vísir / pawel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður að sjá hvernig hans lið mætti til leiks eftir þriggja vikna pásu í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann tíu stiga útisigur gegn Þór Þrolákshöfn í kvöld, 100-110. Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum