Kjartan Atli: Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka úr þessum leik Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 21:23 Kjartan Atli Kjartansson gat ekki verið sáttur með sitt lið í kvöld. vísir / hulda margrét Leikur Álftaness og Vals á Hlíðarenda var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og var staðan 46-42 fyrir heimamönnum en það skildi heldur betur á milli liðanna í þeim seinni. Lokatölur urðu 89-71 fyrir Val og það var augljóst að Kjartan Atli þjálfari Álftaness var hundfúll með kvöldið. Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjá meira
Hvað var það sem gerðist hjá Álftanesi í kvöld? „Valsmenn náðu að þrýsta okkur inn í ákveðnar sóknir og stöður sem þeim leið vel með. Þeir voru að taka í burtu það sem okkur gekk vel með í fyrri hálfleik. Við urðum svo bara staðir og einhæfir.“ Kjartan var lengi inn í klefa að ræða við sína menn og valdi orð sín gaumgæfilega í viðtalinu og augljóst að honum lá mikið á hjarta. Hann var spurður hreint út í ósætti hans með frammistöðu kvöldins. „Ég er ekki sáttu með það hvernig við spiluðum þennan leik. Það vantaði áræðni, ég held að það sé orðið sem ég er að leita að.“ Var ekkert sem hægt var að segja við hans menn í leikhléum til að kveikja eldinn. „Jú við reyndum það og reyndum að finna lausnir. Stundum er það bara þannig að leikurinn er hraður og maður er að reyna að finna lausnir í rauntíma og fanga slagkraft leiksins en við náðum því ekki. Valsmenn eru svo bara reyndir og góðir og fengu flotta frammistöðu frá sínum mönnum í kvöld. Voru svo að hitta úr skotum þar sem við héldum að við værum með þá en þá komu þristar í andlitið á okkur. Þeir bara spiluðu þennan leik fantavel og við verðum að hrósa þeim.“ Eitthvað jákvætt sem Kjartan gat tekið út úr þessum leik? „Á þessum tímapuntki þá nei. Ekkert jákvætt sem ég ætla að taka út úr þessum leik. Við horfum svo bara á vídeó og reynum að finna lausnir. Það er ekkert annað hægt í þessu.“ Haukur Helgi Pálsson er enn á sjúkralistanum eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í vetur og var spurt út í stöðuna á honum. „Þetta er svo snúin meiðsli eftir bílslys þannig að við bara vitum það ekki. Við tökum þetta bara dag frá degi og við verðum bara að sjá til. Við söknum hans augljóslega, það sjá það allir, en við leggjum áherslu á það að hann verði heill þegar hann kemur til baka. Þetta eru þannig meiðsli að við erum ekki að flýta okkur með hann.“ Róbert Sean Birmingham, sonur goðsagnarinnar Brentons Birmingham, er kominn til liðs við Álftnesinga en það vakti athygli þegar hann sagðist ætla að spila fyrir Álftanes það sem eftir lifir vetrar. Kjartan var spurður að því hvernig honum fannst Róbert koma inn í liðið. „Hann er að koma inn á erfiðum tímapunkti. Kemur seint inn og er að aðlagast lífinu gegn fullorðnum leikmönnum. Hann er með marga flotta eiginleika og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann kemur inn í þetta. Hann þarf bara að fá mínútur á gólfinu að sanna sig og ég hef fulla trú á því að hann eigi eftir að vera flottur fyrir okkur.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. 7. mars 2024 18:30