Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 22:46 Erling Haaland og Trent Alexander-Arnold í baráttunni fyrr á leiktíðinni. Getty/Shaun Botterill Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford. Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira