„Ekki alltaf gott að prjóna yfir sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. mars 2024 13:31 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, er klár í slaginn í kvöld. Vísir/Arnar Hlynur Bæringsson er fullmeðvitaður um mikilvægi leiks liðs hans Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Stjarnan þarf sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Höttur er í áttunda sæti deildarinnar, neðsta sætinu sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppninni, en Stjarnan er sæti neðar og hefur unnið einum leik minna. Stjarnan getur því jafnað Hött að stigum með sigri. „Þetta er bara augljóslega risaleikur. Þetta er ekkert búið þó við töpum, það eru alveg þrír leikir eftir fyrir liðið. Við yrðum samt fjórum stigum á eftir þeim og undir á innbyrðis viðureignum. Þannig að við erum alveg meðvitaðir um það að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að vinna hann,“ segir Hlynur. Búnir að hreinsa út Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en mæta nú til leiks eftir þriggja vikna pásu vegna landsleikja. Hlynur segir að Stjörnumenn hafi nýtt þann tíma vel. „Við förum í einhverjar smá taktískar breytingar og við höfðum haft ágætis tíma. Það er bara sama gamla, lykilmenn hjá okkur þurfa að eiga góðan leik og það er pressa á okkur öllum. Við þurfum að spila af aðeins meiri krafti og aðeins meira áhyggjuleysi heldur en við höfum gert, það hefur eitthvað legið á okkur og ég held við séum búnir að hreinsa ýmislegt,“ „Við vorum dálítið þungir fyrir hléið en ég held við mætum sprækari,“ segir Hlynur. Frítt á völlinn Frítt er á völlinn í kvöld í boði vængjastaðarins Just Wingin' It og má því búast við fjölmenni á þessum mikilvæga leik. „Ég held það verði fjölmennt og verði góð stemning og mikið undir hjá báðum liðum.“ Mætið þið þá ekki dýrvitlausir til leiks? „Dýrvitlausir, já, já. Vonandi rétt stemmdir, það er ekki alltaf gott að prjóna yfir sig. Bara rétt stemmdir, eigum við ekki orða það þannig frekar.“ Leikur Stjörnunnar og Hattar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt er að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins samtímis í Subway Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Subway-deild karla Stjarnan Höttur Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira