Enski boltinn

Ten Hag með hærra sigur­hlut­fall en Sir Alex Fergu­son

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson heilsar Erik ten Hag fyrir leik Manchester United og Newcastle United.
Sir Alex Ferguson heilsar Erik ten Hag fyrir leik Manchester United og Newcastle United. Getty/Ash Donelon

Erik ten Hag hefur stýrt liði Manchester United í hundrað leikjum og er með besta sigurhlutfall allra knattspyrnustjóra félagsins frá seinni heimsstyrjöld.

United hefur unnið 60 af 100 leikjum sínum undir stjórn Ten Hag sem gerir sextíu prósent sigurhlutfall.

Liðið hefur vissulega verið í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og datt út úr Meistaradeildinni fyrir áramót. Það breytir ekki því að enginn annar stjóri hefur náð að vinna jafnstórt hlutfall af leikjum sínum.

Næstur á eftir Ten Hag á listanum yfir besta sigurhlutfallið er enginn annar en sjálfur Sir Alex Ferguson.

United vann 59,7 prósent leikja sinna undir stjórn Ferguson eða 895 af 1.500.

Ten Hag hefur unnið einn bikar sem stjóri félagsins (enska deildabikarinn 2023) og kom liðinu í bikarúrslitaleikinn í fyrra.

United vann aftur á móti 38 stóra titla undir stjórn Ferguson þar af vann hann ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar.

Hér fyrir má sjá topplistann en þriðji á listanum er Jose Mourinho með 58,3 prósent sigurhlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×