Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að beita klippum til að ná ökumanni út úr bílnum.
Að sögn slökkviliðs varð slysið nærri Garðatorgi en ökumaðurinn var einn í bílnum og voru ekki aðrir bílar sem komu við sögu. Þá sé ekki hægt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.