„Við héldum haus og náðum að klára þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 22:32 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík í Smáranum 77-69. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira