„Við héldum haus og náðum að klára þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. mars 2024 22:32 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn Vísir/Vilhelm Grindavík vann átta stiga sigur gegn Njarðvík í Smáranum 77-69. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigurinn. „Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Þetta var virkilega góður leikur. Liðsheildin stóð upp úr á löngum köflum en við duttum niður sóknarlega í fjórða leikhluta og við lentum í vandræðum með einn á einn leik hjá Njarðvík þar sem Kaninn hjá þeim skoraði nánast öll sín stig. En við héldum haus og náðum að klára þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson í viðtali eftir leik. Grindavík var fjórtán stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gestunum tókst að jafna metin og Þorleifur var ekki ánægður með spilamennskuna í fjórða leikhluta. „Við vorum að passa eitthvað sem við vorum með sem er alltaf hættulegt og vont. Við féllum í þá gryfju. Boltinn gekk illa og við vorum ekki að passa hann nægilega vel og það er ástæðan af hverju Njarðvík kom til baka. Við vorum ekki að skora og ekki að búa til góð skot. Það er eitthvað sem við höfum verið að vinna í og þurfum að halda áfram að gera.“ Eftir að Njarðvík jafnaði gerði Þorleifur breytingar og hann var ánægður með þær og Grindavík vann á endanum. „Ég tók ákvörðun að breyta þar sem Eve [Brasils] var að dekka Kanann hjá þeim [Selena Lott] og í staðinn fór Sarah[Sofie Mortensen] að dekka hana. Sarah steig upp og náði að stoppa hana ásamt því pössuðum við okkur á því að hjálpa ekki of mikið í vörninni sem hefði opnað fyrir aðra leikmenn.“ Kierra Anthony, leikmaður Grindavíkur, var stigalaus og Þorleifur var spurður út í hennar frammistöðu. „Hún hefur komið mjög hægt inn í þetta. Hún er hægt og rólega að komast inn í þetta og þarf að gera betur. Hún þarf að aðlagast mörgum hlutum og við vonum að hún geri það sem fyrst.“ Kierra hefur spilað þrjá leiki með Grindavík og er þessi þróun áhyggjuefni? „Já og nei. Við erum með gott lið fyrir og við vonuðumst eftir því að hún myndi hjálpa okkur meira en hún hefur gert. Við höfum ekkert það miklar áhyggjur af þessu og vonandi mun hún rífa sig í gang og með okkar hjálp komast í betri takt með liðinu,“ sagði Þorleifur Ólafsson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira