„Þetta er bara geggjað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:06 Arnór Viðarsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Anton Brink „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. „Með Petar [Jokanovic] í þessum gír er erfitt að eiga við okkur. Við missum Ívar [Bessa Viðarsson] snemma þannig að við þurftum að gera aðeins breytingar á 5-1 vörninni. En mér fannst við gera það bara vel og héldum þeim í 27 mörkum.“ „Þannig mér fannst þetta spilast bara mjöf vel og fengum framlag frá öllum held ég. Elís [Þór Aðalsteinsson] kemur inn á, 16 ára, fiskar víti og á stoðsendingu. Bara stórkostlegur. Þetta er bara geggjað.“ Þá segir Arnór að liðið hafi verið tilbúið með varaáætlun eftir að Ívar Bessi fór meiddur út af. „Hann var meiddur í byrjun tímabils og þá vorum við aðeins að spila svona. En hann var á æfingu í gær og þá vissum við að hann væri eitthhvað tæpur. Þannig við notuðum æfinguna í gær til að drilla eitthvað án hans. Mér fannst það ganga vel.“ Arnór segir einnig að honum hafi þótt ÍBV stjórna leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir nokkur áhluap Hauka. „Þeir náðu að minnka þetta niður í tvö mörk en svo datt Petar bara aftur í gír og lokaði þessu. Það kom aðeins hikst á okkur þegar þeir breyttu um vörn þarna í seinni hálfleik. Fóru aftur í 5-1 úr 6-0 og þá kom aðeins hikst á okkur. En við náðum að vinna úr því í lokin.“ Hann segir einnig að næstu tveir dagar séu mikilvægir fyrir Eyjaliðið, enda keppir liðið til úrslita í Powerade-bikarnum næstkomandi laugardag. „Það er bara í bátinn og heim núna, recovery á morgun og svo æfing á föstudaginn. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Arnór léttur að lokum. Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Með Petar [Jokanovic] í þessum gír er erfitt að eiga við okkur. Við missum Ívar [Bessa Viðarsson] snemma þannig að við þurftum að gera aðeins breytingar á 5-1 vörninni. En mér fannst við gera það bara vel og héldum þeim í 27 mörkum.“ „Þannig mér fannst þetta spilast bara mjöf vel og fengum framlag frá öllum held ég. Elís [Þór Aðalsteinsson] kemur inn á, 16 ára, fiskar víti og á stoðsendingu. Bara stórkostlegur. Þetta er bara geggjað.“ Þá segir Arnór að liðið hafi verið tilbúið með varaáætlun eftir að Ívar Bessi fór meiddur út af. „Hann var meiddur í byrjun tímabils og þá vorum við aðeins að spila svona. En hann var á æfingu í gær og þá vissum við að hann væri eitthhvað tæpur. Þannig við notuðum æfinguna í gær til að drilla eitthvað án hans. Mér fannst það ganga vel.“ Arnór segir einnig að honum hafi þótt ÍBV stjórna leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir nokkur áhluap Hauka. „Þeir náðu að minnka þetta niður í tvö mörk en svo datt Petar bara aftur í gír og lokaði þessu. Það kom aðeins hikst á okkur þegar þeir breyttu um vörn þarna í seinni hálfleik. Fóru aftur í 5-1 úr 6-0 og þá kom aðeins hikst á okkur. En við náðum að vinna úr því í lokin.“ Hann segir einnig að næstu tveir dagar séu mikilvægir fyrir Eyjaliðið, enda keppir liðið til úrslita í Powerade-bikarnum næstkomandi laugardag. „Það er bara í bátinn og heim núna, recovery á morgun og svo æfing á föstudaginn. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33