Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 17:20 Svona voru aðstæður við skíðasvæðið í Stafdal á laugardaginn. Skíðasvæðið í Stafdal Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga. Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga.
Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira