Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:12 Eric Cantona var frábær á fimm tímabilum með Manchester United. Getty/Anton Want/ Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar. Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar. Enski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira
Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Sjá meira