Fótbolti

Ís­land í riðli með sigursælasta liði EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar fagna sigrinum á Serbíu í Þjóðadeildarumspilinu í síðasta mánuði.
Íslensku stelpurnar fagna sigrinum á Serbíu í Þjóðadeildarumspilinu í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét

Ísland lenti í riðli með áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands, í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna sem fram fer í Sviss.

Ísland og Þýskaland mætast því að nýju eftir að hafa einnig verið saman í riðli í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Í riðlinum eru einnig lið Austurríkis og Póllands.

Tvö efstu lið hvers riðils A-deildarinnar fara beint áfram á EM, en hin tvö fara áfram í umspil og neðsta lið riðilsins fellur einnig niður í B-deild fyrir næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar.

Fyrstu leikir undankeppninnar fara fram í apríl og riðlakeppninni lýkur í júlí.

Dregið var í hádeginu í dag og var drátturinn í beinni textalýsingu hér á Vísi eins og sjá má hér að neðan.

Undankeppnin er með „Þjóðadeildarsniði“ og er Ísland eitt af sextán bestu liðunum sem eru í A-deild, eftir að hafa slegið út Serbíu í umspili í síðasta mánuði. Riðlana má sjá hér að neðan.

A-deild

  • Riðill 1:
  • Holland
  • Ítalía
  • Noregur
  • Finnland
  • Riðill 2:
  • Spánn
  • Danmörk
  • Belgía
  • Tékkland
  • Riðill 3:
  • Frakkland
  • England
  • Svíþjóð
  • Írland
  • Riðill 4:
  • Þýskaland
  • Austurríki
  • Ísland
  • Pólland

Hér að neðan má sjá riðlana í C- og B-deildum en liðin þaðan geta ekki komist beint á EM heldur í besta falli í EM-umspilið, sem Ísland er öruggt um að komast að lágmarki í.

B-deild:

  • Riðill 1:
  • Sviss
  • Ungverjaland
  • Tyrkland
  • Aserbaísjan
  • Riðill 2:
  • Skotland
  • Serbía
  • Slóvakía
  • Ísrael
  • Riðill 3:
  • Portúgal
  • Bosnía
  • Norður-Írland
  • Malta
  • Riðill 4:
  • Wales
  • Króatía
  • Úkraína
  • Kósovó

C-deild:

  • Riðill 1:
  • Hvíta-Rússland
  • Litháen
  • Kýpur
  • Georgía
  • Riðill 2:
  • Slóvenía
  • Lettland
  • Norður-Makedónía
  • Moldóva
  • Riðill 3:
  • Grikkland
  • Svartfjallaland
  • Andorra
  • Færeyjar
  • Riðill 4:
  • Rúmenía
  • Búlgaría
  • Kasakstan
  • Armenía
  • Riðill 5:
  • Albanía
  • Eistland
  • Lúxemborg

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki A-deildar líkt og Belgía, Svíþjóð og Noregur. Styrkleikaflokkana má sjá hér fyrir neðan.

  • Styrkleikaflokkur 1
  • Spánn
  • Frakkland
  • Þýskaland
  • Holland
  • Styrkleikaflokkur 2
  • England
  • Danmörk
  • Ítalía
  • Austurríki
  • Styrkleikaflokkur 3
  • Ísland
  • Belgía
  • Svíþjóð
  • Noregur
  • Styrkleikaflokkur 4
  • Írland
  • Finnland
  • Pólland
  • Tékkland




Fleiri fréttir

Sjá meira
×