Endurskoða þarf reglur Varasjóðs VR Arnþór Sigurðsson skrifar 4. mars 2024 23:30 Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun