Fjárkúgun erlendra glæpahópa á íslenskum drengjum eins og útgerð Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. mars 2024 21:32 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá lögreglustjóra, segir að ef skilaboðin sem fólk fær virki eins og þau séu of góð til að vera sönn þá séu þau það sennilega. Lögreglan mælir gegn því að fólk greiði fjárkúgurum sem hóti að dreifa nektarmyndum. Getty/Vilhelm Lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra segir málum þar sem ungir drengir eru fjárkúgaðir með hótunum um dreifingu á nektarmyndum hafa fjölgað. Skipulagðir erlendir glæpahópar standa oft að baki fjárkúguninni. Vísir fjallaði í morgun um fjölgun á svokölluðum sæmdar- og kúgunarmálum hér á landi. Lögreglan hefur nokkur slík til rannsóknar. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, kom í Reykjavík síðdegis í dag til að ræða þessi mál og hvernig best sé að bregðast við þeim. „Þetta eru svipuð brot og við sjáum gagnvart stelpum og konum. Þá er einhver sem vingast við viðkomandi í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit og kemur á samskiptum sem verða mjög hratt kynferðisleg og persónuleg. Viðkomandi sendir þá frá sér nektarmynd og þá er svarað Ég ætla að senda þetta á allan vinalistann þinn nema þú borgir mér pening,“ segir María um kúgunarmálin. María tekur dæmi um eitt slíkt mál þar sem viðkomandi átti að borga 500 þúsund og í staðinn yrðu myndirnar ekki sendar á fylgjendur hans á Instagram. Þegar hann borgaði þá upphæð var honum sagt að myndirnar yrðu sendar á vini hans á Snapchat ef hann myndi ekki borga aftur 500 þúsund. Greiðsla sé því engin trygging á að myndunum verði ekki dreift. Erlendir glæpahópar með fjárkúgunarútgerð „Þetta snýst í raun og veru um að nota kynferðislegt myndefni til að kúga fólk til að borga pening,“ segir María. Fórnarlömbin séu þá oft komin í einhvers konar gildru sem erfitt er að losna úr. „Við sjáum hvernig fólk á samskipti í dag. Það er oft að eiga samskipti við einhvern sem það þekkir ekki. Fólk stendur í rökræðum í kommentakerfum á Facebook án þess að þekkja fólkið,“ segir María og að sama skapi byrji kynferðisleg samskipti oft eins. Er vitað hvar brotamennirnir eru? Er þetta alþjóðlegt? „Þetta er mismunandi en þessi mál sem hafa verið að koma upp núna undanfarið eru skipulögð brotasamtök sem standa á bak við það. Þetta eru yfirleitt erlendir hópar sem eru þá hreinlega með útgerð. Verksmiðjuframleiðslu á svona hótunum og fjárkúgunum,“ segir María. En fara samskiptin fram á íslensku eða ensku? „Það er allur gangur á því. Yfirleitt er þetta á ensku og þá er þetta einhver sem lítur út fyrir að vera rosalega sæt ung kona sem sendir vinabeiðni til dæmis á Instagram og segir „Hrikalega eru sætur“ á ensku og síðan þróast samskiptin þaðan. Við þurfum kannski bara að vera aðeins meira á varðbergi í svona samskiptum,“ segir hún. Ekki ljóst hvort málum hafi fjölgað eða þau oftar tilkynnt Áður hefur verið fjallað um sambærileg mál nema þar sem fórnarlömbin eru ungar konur eða stúlkur. María segir erfitt að segja hvort slíkum málum tengdum ungum drengjum hafi fjölgað eða hvort þeir séu farnir að tilkynna þau oftar. Er fjölgun í málunum eða eru þeir bara að stíga fram í auknari mæli? „Þetta er það sem við erum ekki alveg viss um. Við vitum ekki hvort það sé að fjölga málum eða að þeir séu tilbúnir að stíga fram og leita sér aðstoðar. Það besta væri að það væri mjög fá mál en þau væru öll tilkynnt, það væri samsvörun á milli talnanna þarna,“ segir María. „Við leggjum rosalega mikla áherslu á að fólk leiti sér aðstoðar. Við erum ekki með neinar töfralausnir en við erum samt með úrræði til þess að aðstoða fólk við að takmarka dreifingu á myndefni. Svo getum við hjálpað fólki áfram við að finna aðstoð af því getur verið áfall fyrir fólk að lenda í svona lögðuðu,“ segir hún. Erfitt að hafa hendur í hári brotamanna Vegna landamæraleysis netglæpa er erfitt að eiga við erlenda glæpahópa en íslenska lögreglan sé þó í samvinnu við alþjóðlegar stofnanir. Hvernig gengur lögreglunni að vinna í svona málum þar sem brotamennirnir eru í öðru landi? „Það er náttúrulega heilmikil áskorun, landamæraleysi netsins og áhrifin sem það hefur á það hvernig lögreglan getur unnið. Lögregluheimildirnar eru bara bundnar við landið og erfitt að teygja þær yfir landamærin. En við reynum eftir fremsta megni að ná samvinnu við alþjóðlega aðila, Europol til dæmis er mjög mikilvægur samstarfsaðili,“ segir María. „En það getur verið erfitt að ná í brotamennina. Oft er þetta annars vegar spurning um að ná í brotamennina eða hins vegar takmarka tjónið sem fólk gæti orðið fyrir. Þannig við reynum að horfa á þetta með margþættum hætti þegar við erum að eiga við svona netþrjóta. Því þegar þetta eru þessi skipulögðu brotasamtök er mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra en við reynum eins og við getum,“ segir hún. Misjafnt hvort myndum sé dreift eða ekki María segir misjafnt hvort glæpahóparnir fylgi eftir hótunum sínum eða ekki. Eru þessir hópar að fylgja eftir kúgunum ef ekki er borgað, að senda nektarmyndirnar til vina og ættingja? „Það er allur gangur á því. Við sjáum dæmi um bæði, að það sé ekkert gert og líka að myndirnar séu sendar,“ segir María. „Þannig við mælum ekki með neinni línu í þessu en höldum samt að það sé betra að borga ekki. Svo getum við reynt að nota þessi úrræði sem við höfum til að takmarka dreifingu. En það er mismunandi hversu vel fúnkerandi þessir glæpahópar eru og hversu hart þeir ganga á eftir þessu,“ segir hún. Mál á borði lögreglu aðeins toppurinn á ísjakanum Eruð þið með einhverja yfirsýn yfir það hversu margir verða fyrir barðinu á svona brotum og á hvaða aldri brotaþolarnir eru? „Við erum bara með yfirsýn yfir það sem kemur til okkar og það auðvitað rokkar aðeins. Við erum með brotaþola í svona málum alveg niður í grunnskólaaldur,“ segir María. En má ekki búast við því að það sem er tilkynnt sé toppurinn á ísjakanum? „Jú, okkur finnst það líklegt. Ef við horfum á tölfræðina almennt um kynferðisbrot þá voru í fyrra næstum 20 prósent af kynferðisbrotum tilkynnt til lögreglunnar. Það sýnir okkur að þetta eru brot sem eru ekki tilkynnt nógu mikið og netbrot almennt eru alls ekki nógu mikið tilkynnt heldur. Þar er bara svona sjö prósent tilkynningarhlutfall,“ segir María. Hafi fólk lent í svona málum þá segir María hægt að hafa samband við 112, bæði í gegnum appið, heimasíðuna og símann. Þar sé fólki vísað áfram til lögreglunnar og málin komist hratt og örugglega í farveg. Kynferðisofbeldi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Vísir fjallaði í morgun um fjölgun á svokölluðum sæmdar- og kúgunarmálum hér á landi. Lögreglan hefur nokkur slík til rannsóknar. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, kom í Reykjavík síðdegis í dag til að ræða þessi mál og hvernig best sé að bregðast við þeim. „Þetta eru svipuð brot og við sjáum gagnvart stelpum og konum. Þá er einhver sem vingast við viðkomandi í gegnum samfélagsmiðla eða stefnumótaforrit og kemur á samskiptum sem verða mjög hratt kynferðisleg og persónuleg. Viðkomandi sendir þá frá sér nektarmynd og þá er svarað Ég ætla að senda þetta á allan vinalistann þinn nema þú borgir mér pening,“ segir María um kúgunarmálin. María tekur dæmi um eitt slíkt mál þar sem viðkomandi átti að borga 500 þúsund og í staðinn yrðu myndirnar ekki sendar á fylgjendur hans á Instagram. Þegar hann borgaði þá upphæð var honum sagt að myndirnar yrðu sendar á vini hans á Snapchat ef hann myndi ekki borga aftur 500 þúsund. Greiðsla sé því engin trygging á að myndunum verði ekki dreift. Erlendir glæpahópar með fjárkúgunarútgerð „Þetta snýst í raun og veru um að nota kynferðislegt myndefni til að kúga fólk til að borga pening,“ segir María. Fórnarlömbin séu þá oft komin í einhvers konar gildru sem erfitt er að losna úr. „Við sjáum hvernig fólk á samskipti í dag. Það er oft að eiga samskipti við einhvern sem það þekkir ekki. Fólk stendur í rökræðum í kommentakerfum á Facebook án þess að þekkja fólkið,“ segir María og að sama skapi byrji kynferðisleg samskipti oft eins. Er vitað hvar brotamennirnir eru? Er þetta alþjóðlegt? „Þetta er mismunandi en þessi mál sem hafa verið að koma upp núna undanfarið eru skipulögð brotasamtök sem standa á bak við það. Þetta eru yfirleitt erlendir hópar sem eru þá hreinlega með útgerð. Verksmiðjuframleiðslu á svona hótunum og fjárkúgunum,“ segir María. En fara samskiptin fram á íslensku eða ensku? „Það er allur gangur á því. Yfirleitt er þetta á ensku og þá er þetta einhver sem lítur út fyrir að vera rosalega sæt ung kona sem sendir vinabeiðni til dæmis á Instagram og segir „Hrikalega eru sætur“ á ensku og síðan þróast samskiptin þaðan. Við þurfum kannski bara að vera aðeins meira á varðbergi í svona samskiptum,“ segir hún. Ekki ljóst hvort málum hafi fjölgað eða þau oftar tilkynnt Áður hefur verið fjallað um sambærileg mál nema þar sem fórnarlömbin eru ungar konur eða stúlkur. María segir erfitt að segja hvort slíkum málum tengdum ungum drengjum hafi fjölgað eða hvort þeir séu farnir að tilkynna þau oftar. Er fjölgun í málunum eða eru þeir bara að stíga fram í auknari mæli? „Þetta er það sem við erum ekki alveg viss um. Við vitum ekki hvort það sé að fjölga málum eða að þeir séu tilbúnir að stíga fram og leita sér aðstoðar. Það besta væri að það væri mjög fá mál en þau væru öll tilkynnt, það væri samsvörun á milli talnanna þarna,“ segir María. „Við leggjum rosalega mikla áherslu á að fólk leiti sér aðstoðar. Við erum ekki með neinar töfralausnir en við erum samt með úrræði til þess að aðstoða fólk við að takmarka dreifingu á myndefni. Svo getum við hjálpað fólki áfram við að finna aðstoð af því getur verið áfall fyrir fólk að lenda í svona lögðuðu,“ segir hún. Erfitt að hafa hendur í hári brotamanna Vegna landamæraleysis netglæpa er erfitt að eiga við erlenda glæpahópa en íslenska lögreglan sé þó í samvinnu við alþjóðlegar stofnanir. Hvernig gengur lögreglunni að vinna í svona málum þar sem brotamennirnir eru í öðru landi? „Það er náttúrulega heilmikil áskorun, landamæraleysi netsins og áhrifin sem það hefur á það hvernig lögreglan getur unnið. Lögregluheimildirnar eru bara bundnar við landið og erfitt að teygja þær yfir landamærin. En við reynum eftir fremsta megni að ná samvinnu við alþjóðlega aðila, Europol til dæmis er mjög mikilvægur samstarfsaðili,“ segir María. „En það getur verið erfitt að ná í brotamennina. Oft er þetta annars vegar spurning um að ná í brotamennina eða hins vegar takmarka tjónið sem fólk gæti orðið fyrir. Þannig við reynum að horfa á þetta með margþættum hætti þegar við erum að eiga við svona netþrjóta. Því þegar þetta eru þessi skipulögðu brotasamtök er mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra en við reynum eins og við getum,“ segir hún. Misjafnt hvort myndum sé dreift eða ekki María segir misjafnt hvort glæpahóparnir fylgi eftir hótunum sínum eða ekki. Eru þessir hópar að fylgja eftir kúgunum ef ekki er borgað, að senda nektarmyndirnar til vina og ættingja? „Það er allur gangur á því. Við sjáum dæmi um bæði, að það sé ekkert gert og líka að myndirnar séu sendar,“ segir María. „Þannig við mælum ekki með neinni línu í þessu en höldum samt að það sé betra að borga ekki. Svo getum við reynt að nota þessi úrræði sem við höfum til að takmarka dreifingu. En það er mismunandi hversu vel fúnkerandi þessir glæpahópar eru og hversu hart þeir ganga á eftir þessu,“ segir hún. Mál á borði lögreglu aðeins toppurinn á ísjakanum Eruð þið með einhverja yfirsýn yfir það hversu margir verða fyrir barðinu á svona brotum og á hvaða aldri brotaþolarnir eru? „Við erum bara með yfirsýn yfir það sem kemur til okkar og það auðvitað rokkar aðeins. Við erum með brotaþola í svona málum alveg niður í grunnskólaaldur,“ segir María. En má ekki búast við því að það sem er tilkynnt sé toppurinn á ísjakanum? „Jú, okkur finnst það líklegt. Ef við horfum á tölfræðina almennt um kynferðisbrot þá voru í fyrra næstum 20 prósent af kynferðisbrotum tilkynnt til lögreglunnar. Það sýnir okkur að þetta eru brot sem eru ekki tilkynnt nógu mikið og netbrot almennt eru alls ekki nógu mikið tilkynnt heldur. Þar er bara svona sjö prósent tilkynningarhlutfall,“ segir María. Hafi fólk lent í svona málum þá segir María hægt að hafa samband við 112, bæði í gegnum appið, heimasíðuna og símann. Þar sé fólki vísað áfram til lögreglunnar og málin komist hratt og örugglega í farveg.
Kynferðisofbeldi Netglæpir Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira