Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 23:02 Birkir tók óvænta beygju frá Val heim til Þórs. Hann mun þó, allavega að hluta, æfa áfram í Reykjavík. Vísir/Arnar Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira