Freyr í trylltum fögnuði í stúkunni Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 16:01 Freyr Alexandersson er vinsæll hjá Kortrijk enda búinn að stórbæta gengi liðsins. Getty Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson mætti upp í stúku og fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum belgíska liðsins Kortrijk eftir sigurinn lífsnauðsynlega gegn RWDM í gær. Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp. Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Það er ansi óvanalegt að þjálfarar mæti upp í stúku til að syngja og gleðjast með stuðningsmönnum en eins og sjá má þá vakti sú ákvörðun Freys mikla ánægju meðal fólksins í stúkunni. #KVKRWD #AltijdEenKerel pic.twitter.com/3CRO0Cyz1j— KV Kortrijk (@kvkofficieel) March 3, 2024 Sigurinn var afar dýrmætur en Kortrijk berst fyrir lífi sínu í efstu deild Belgíu og þrátt fyrir að vera enn á botninum er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir RWDM sem er tveimur sætum ofar. Tvær umferðir eru eftir af venjulegri deildarkeppni í Belgíu en eftir það er deildinni skipt upp og spila fjögur neðstu liðin um það að forðast fall. Tvö neðstu liðin falla svo niður og þriðja neðsta liðið fer í umspil við liðið úr 3. sæti næstefstu deildar. Eftir leiki helgarinnar eru Kortrijk og Eupen (með Alfreð Finnbogason og Guðlaug Victor Pálsson innanborðs) neðst með 21 stig hvort, RWDM er með 23 stig og OH Leuven (lið Jóns Dags Þorsteinssonar) með 26 stig. Frá því að Freyr tók við Kortrijk í janúar hefur liðið safnað ellefu stigum úr átta leikjum, meira en hin liðin þrjú á fallsvæðinu. Eupen hefur tapað sex leikjum í röð en fengið sex stig úr síðustu átta leikjum, og RWDM er án sigurs í tíu leikjum og hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu átta leikjum. OH Leuven hefur hins vegar fengið tíu stig úr síðustu átta leikjum, einu minna en Kortrijk. Næsti leikur Kortrijk er gegn Antwerpen á laugardaginn og liðið mætir svo Anderlecht á útivelli 17. mars, í síðasta leik áður en deildinni verður skipt upp.
Belgíski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30 Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3. mars 2024 20:30
Eftirmaður Freys rekinn eftir fimmtíu daga í starfi Eftirmaður Freys Alexanderssonar með danska úrvalsdeildarliðið Lyngby hefur verið rekinn eftir aðeins fimmtíu daga í starfi. 1. mars 2024 11:30