Íslensk strandmenning í brennidepli á Akranesi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2024 01:00 Frá Akranesi. Gamli Akranesvitinn er frá árinu 1918. Sá nýi var byggður á árunum 1943 til 1944 en tekinn í notkun árið 1947. Arnar Halldórsson Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu. Málþingið hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi klukkan 13 með því að Sigmundur Ernir Rúnarsson málþingsstjóri býður gesti velkomna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar, setur þingið og flytur aðfararorð. Í fyrsta fyrirlestrinum fer sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson yfir sögu strandmenningar. Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, ræðir síðan um minjastaði við sjávarsíðuna og menningararf í hættu í erindi sem hún nefnir Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Í pallborði að því loknu taka þátt Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann, og Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar. Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði.Jóhann K. Jóhannsson Hugur og hönd nefnist annar hluti málþingsins. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um strandmenningu í bókmenntum. Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur, kemur svo með framlag sem hann nefnir Úr baðstofu í Fab Lab – íslenska langspilið í nýju ljósi. Eivind Falk, framkvæmdastjóri Norsk Håndverksinstitutt, flytur erindi sem hann nefnir Hvernig varðveitum við handverkið? Eivind er sérlegur ráðgjafi UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi af því setjast á pallborð þau Sigrún Franklín, leiðsögumaður á Reykjanesi, Linda María Ásgeirsdóttir, sem rekur Verbúðina 66 um mat og strandmenningu í Hrísey, Birkir Þór Guðmundsson bátasmiður og Sigurlaug Dagsdóttir, starfsmaður verkefnisins Lifandi hefðir. Þriðji hluti málþingsins nefnist Nútíð og framtíð. Catherine Chambers frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ræðir um strandmenningu hér og nú og framtíð sjávarbyggða. Þá koma þær Katrín Sóley Bjarnadóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, og fjalla um skemmtiferðaskip og vöktun stranda. Loks setjast á pallborð Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands, Andrés Skúlason, formaður fornminjanefndar, og Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 17.15 með kveðju Haraldar Benediktssonar, bæjastjóra Akraneskaupstaðar. Boðið er upp á ókeypis rútuferð frá Laugardalsvelli klukkan 11.15 ef fleiri en fimmtán skrá sig hjá Vitafélaginu. Menning Sjávarútvegur Fornminjar Akranes Íslensk fræði Handverk Söfn Ferðamennska á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38 Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04 Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38 Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00 Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00 Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00 Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Málþingið hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi klukkan 13 með því að Sigmundur Ernir Rúnarsson málþingsstjóri býður gesti velkomna. Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar, setur þingið og flytur aðfararorð. Í fyrsta fyrirlestrinum fer sagnfræðingurinn Árni Daníel Júlíusson yfir sögu strandmenningar. Minjavörður Vestfjarða, Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, ræðir síðan um minjastaði við sjávarsíðuna og menningararf í hættu í erindi sem hún nefnir Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Í pallborði að því loknu taka þátt Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann, og Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar. Frá Síldarminjasafninu á Siglufirði.Jóhann K. Jóhannsson Hugur og hönd nefnist annar hluti málþingsins. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um strandmenningu í bókmenntum. Eyjólfur Eyjólfsson, tónlistarmaður og þjóðfræðingur, kemur svo með framlag sem hann nefnir Úr baðstofu í Fab Lab – íslenska langspilið í nýju ljósi. Eivind Falk, framkvæmdastjóri Norsk Håndverksinstitutt, flytur erindi sem hann nefnir Hvernig varðveitum við handverkið? Eivind er sérlegur ráðgjafi UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi af því setjast á pallborð þau Sigrún Franklín, leiðsögumaður á Reykjanesi, Linda María Ásgeirsdóttir, sem rekur Verbúðina 66 um mat og strandmenningu í Hrísey, Birkir Þór Guðmundsson bátasmiður og Sigurlaug Dagsdóttir, starfsmaður verkefnisins Lifandi hefðir. Þriðji hluti málþingsins nefnist Nútíð og framtíð. Catherine Chambers frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar ræðir um strandmenningu hér og nú og framtíð sjávarbyggða. Þá koma þær Katrín Sóley Bjarnadóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingar Umhverfisstofnunar, og fjalla um skemmtiferðaskip og vöktun stranda. Loks setjast á pallborð Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Lúðvík Geirsson, formaður Hafnasambands Íslands, Andrés Skúlason, formaður fornminjanefndar, og Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri. Áætlað er að málþinginu ljúki klukkan 17.15 með kveðju Haraldar Benediktssonar, bæjastjóra Akraneskaupstaðar. Boðið er upp á ókeypis rútuferð frá Laugardalsvelli klukkan 11.15 ef fleiri en fimmtán skrá sig hjá Vitafélaginu.
Menning Sjávarútvegur Fornminjar Akranes Íslensk fræði Handverk Söfn Ferðamennska á Íslandi Bókmenntir Tengdar fréttir Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38 Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04 Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38 Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00 Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00 Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00 Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag. 13. september 2023 14:38
Svipuð verðmæti og handritin Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu. 18. apríl 2015 20:04
Strandminjar á Íslandi: Menningarlegt stórslys að eiga sér stað Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. 2. apríl 2015 14:38
Borgin bjargi minjum Vitafélagið – íslensk strandmenning skorar á borgaryfirvöld að sinna viðhaldi og með því varðveita einstakar sögu- og menningarminjar sem eftir eru í Grímsstaðavör fyrir komandi kynslóðir, og gera þær aðgengilegar sem mikilvægan þátt í strandmenningarsögu Reykjavíkur. 25. maí 2016 07:00
Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Stjórn Byggðasafnsins í Görðum hefur lagt til að Akranesbær taki kútter Sigurfara í sundur og geymi þangað til nægur peningur fæst í endurbyggingu hans. 6. febrúar 2014 07:00
Norræn strandmenning haldin hátíðleg í Ósló Norræna strandmenningarhátíðin er sú fjórða í röðinni en fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011, Íslenska vitafélagið er hugmyndasmiður og frumkvöðull hátíðanna. 17. júlí 2014 12:00
Sigla afmælishring um Ísland Eikarbátnum Húna II verður í maí siglt umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri. 23. apríl 2013 06:00