„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. mars 2024 08:00 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Hasan tók á móti konu sinni og dóttur. Hann er fullur þakklætis og er stoltur að fá að búa á Íslandi. Vísir/Einar Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent