„Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. mars 2024 08:00 Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Hasan tók á móti konu sinni og dóttur. Hann er fullur þakklætis og er stoltur að fá að búa á Íslandi. Vísir/Einar Fjölskyldufaðir frá Palestínu er fullur þakklætis í garð íslenskra sjálfboðaliða sem björguðu fjölskyldu hans frá Gasa. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að fá að búa hér. Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í vikunni sem leið fékk Hasan Farahat loksins að faðma tíu mánaða dóttur sína Mariam og Aroob eiginkonu sína en þau höfðu ekki sést í níu mánuði. Hasan hefur stöðugt óttast um öryggi þeirra og hefur úr fjarska þurft að horfa upp á ástandið á Gasa versna dag frá degi. Endurfundirnir voru því tilfinningaþrungnir og langþráðir. „Augnablikið þegar ég sá þær á flugvellinum og faðmaði þær var virkilega magnað,“ segir Hasan Farahat. Átakanlegt að lýsa síðustu dögunum á Gasa Aroob Abu Shawereb segist hafa fundið fyrir djúpstæðum létti þegar hún lenti á Íslandi. „Sérstaklega af því að ég er með lítið barn, Mariam. Ég var viss um að þetta yrði góður staður fyrir hana. Hann væri öruggur og allt yrði öruggt,“ segir Aroob. Aroob og Mariam litla voru fegnar að komast til Íslands.Vísir/Einar Það var átakanlegt fyrir Aroob að lýsa síðustu dögum þeirra mæðgna á Gasa. Þar hafi verið nær alger skortur á nauðsynjum og gríðarleg eyðilegging. Þær leituðu skjóls í tjaldi í kulda og rigningu en undir það síðasta fór henni að verða ljóst í hvað stefndi. „Á þessum stað, ef þú deyrð ekki vegna sprengjuárásanna þá muntu sennilega deyja úr hungri, sjúkdómi eða ofþreytu,“ segir Aroob. Þakkar sjálfboðaliðunum af öllu hjarta Íslenskir sjálfboðaliðar aðstoðuðu mæðgurnar við flóttann og alla leið til Íslands. Hasan vildi ólmur fá að lesa upp nöfn þeirra sem hann vildi þakka sérstaklega. Hann hvetur þá almenning til að styðja við samtökin Solaris sem hafa unnið að því í sjálfboðavinnu að koma dvalarleyfishöfum á Íslandi út af Gasasvæðinu. „Ef ekki væri fyrir sjálfboðaliðana gæti ég ekki faðmað fjölskylduna mína og ég hefði þær ekki í fanginu mínu. Ég vil þakka þeim af öllu hjarta en líka öllum þeim sem hafa veitt stuðning,“ segir Hasan. Mariam litla er algjört krútt.Vísir/Einar Hyggst leggja hart að sér við að byggja upp íslenskt samfélag Hasan er með gráðu í almannatengslafræðum og markaðssetningu en nú vinnur hann hjá íslensku fyrirtæki við að leggja þakdúka og það er nóg að gera. Hvöss umræða um útlendingamál virðist ekki hafa farið fram hjá Hasan en hann vildi að það kæmi skýrt fram að hanni hygðist leggja hart að sér og hjálpa til við að byggja upp íslenskt samfélag. „Ég er af öllu hjarta stoltur og glaður að fá að búa hér á þessu landi þar sem fólk er sannarlega frjálst og hefur mannúð að leiðarljósi,“ sagði Hasan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57