Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 18:41 Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ ásamt Bashar Murad flytjanda þess, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Vísir/Vilhelm Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“