Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 11:06 Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlýtar. EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira