Fyrirliðinn tjáir sig um brotthvarf arftaka Freys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 23:00 Marcel Rømer og Sævar Atli Magnússon. Lars Ronbog/Getty Images Magne Hoseth tók við af Frey Alexanderssyni hjá danska Íslendingaliðinu Lyngby. Hann entist aðeins 50 daga í starfi eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Nú hefur Marcel Römer, fyrirliði Lyngby, tjáð sig um málið. Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að Hoseth hefði verið látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki við stjórnvölin. Hinn norski Hoseth náði frábærum árangri með KÍ Klakvík í Færeyjum og taldi Lyngby hann vera rétta manninn til að leysa Frey af hólmi eftir að hann samdi við KV Kortrijk. Fyrirliðinn Römer ræddi brotthvarf þjálfarans við Tipsbladet. Þar segir hann að það hafi einfaldlega ekki verið nægilegt traust borið til nýs þjálfara. „Ef ég væri stjórnarmaður félagsins hefði ég eflaust komist að sömu niðurstöðu,“ sagði Römer áður en hann nefndi helsta muninn á þeim Frey og Hoseth. „Freyr útskýrði hvert einasta smáatriði fimm sinnum á meðan Magne hélt hlutunum meira fyrir sig. Helsti munurinn var skýrleiki skilaboðanna. Það er óþægilegt að vera inn á vellinum og vera ekki með hlutina hundrað prósent á hreinu.“ „Þetta er leiðinlegt, maður tengist fólkinu á staðnum. Magne er fær í sínu starfi og þegar maður talaði við hann einn á einn var hann frábær. Vandamálið var skýrleiki skilaboðanna, það er það eina sem ég get sett út á.“ - Dette var den største forskel på Hoseth og Freyr #sldk https://t.co/wLn61UUqY4— tipsbladet.dk (@tipsbladet) March 1, 2024 Lyngby tapaði báðum leikjum sínum undir stjórn Hoseth og er að sogast niður í fallbaráttu. Liðið mætir botnliði Hvidovre á sunnudaginn kemur, 3. mars. Þó Freyr – og Gylfi Þór Sigurðsson – séu farnir frá Lyngby er enn um Íslendingalið að ræða þar sem Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru enn á mála hjá félaginu. Þá gæti Gylfi Þór snúið til baka þegar endurhæfingu hans á Spáni lýkur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira