Arion hyggst stórauka eignir í stýringu og skoðar að stofna fasteignafélag
![Arion banki hefur til skoðunar að stofna fasteignafélag á íbúðamarkaði. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sagði að stefnan væri að fasteignafélagið væri skuldlétt, ætti stórt safn af lóðum og gæti afhent hundruð íbúðaeininga á ári hverju.](https://www.visir.is/i/C8B0C7BB201E7E84DE1CA5347D94D5D80DDB40100222698830978A03E6C89C91_713x0.jpg)
Arion banki, sem er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði, stefnir á að auka eignir í stýringu samstæðunnar um meira en fjörutíu prósent á næstu fimm árum. Þá hefur bankinn hefur til skoðunar að stofna fasteignafélag á íbúðamarkaði sem mögulega yrði skráð í Kauphöll.