Skoða að byggja nýja slökkvistöð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 15:51 Slökkvistöð Ísafjarðar er við Fjarðarstræti. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins. Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, sendi bæjarráði í síðustu viku. Lekavandamál í gegnum árin Slökkvistöðin er staðsett við Fjarðarstræti og samanstendur af tveimur byggingum, sú fyrri byggð árið 1938 og seinni 1978. Samanlögð stærð húsnæðisins er 618 fermetrar. „Mannvirkið er hefðbundið staðsteypt mannvirki, á steyptum sökklum og með steyptri gólfplötu. Mannvirkið er einangrað að innan með plasteinangrun og múr utan á einangrun. Þakvirki samanstendur af þaksperrum, borðaklæðningu og báru. Núverandi mannvirki er farið að láta á sjá og það hafa verið tíð lekavandamál sem má rekja til fjölþættra vandamála,“ segir í bréfinu. Umrædd vandamál eru: Þakvirki í heild, frágangur og vinna við þak ábótavant Frágangur við glugga Sprungur í útveggjum Almennu viðhaldi ábótavant Safna regnvatni í fötur Þá er nauðsynlegt að gera töluverðar úrbætur í nokkrum rýmum vegna rakaskemmda en þar sem turn stöðvarinnar er lekur inn þegar það rignir og þarf að setja fötur þar á gólfið til að safna vatni. „Víða um mannvirkið eru ummerki um raka og eru skemmdir vel sjáanlegar. M.t.t.þ þá hefur skrifstofustarfsemi slökkvistöðvar verið flutt tímabundið úr slökkvistöð yfir í aðstöðu Regus. Einnig hefur slökkvitækjaþjónustan verið flutt í aðstöðu hafnarinnar,“ segir í bréfinu. Þrjár sviðsmyndir Hægt er að ráðast í bráðaviðgerðir en að mati Axels eru þær ekki til þess fallnar að leysa vandann til langs tíma. Hann lagði fram þrjár sviðsmyndir fyrir bæjarráð til að skoða. Þær eru: Valkostur 1: Að Ísafjarðarbær byggi nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga, Ísafirði. Áætlað fermetraverð er 460.000 m/vsk. Húsgerð yrði stálgrindarhús, klætt yleiningum á steyptum undirstöðum. 800 fm. hús myndi kosta 368 m.kr./m.vsk. 1000 fm. hús myndi kosta 460 m.kr./m.vsk Valkostur 2: Að Ísafjarðarbær auglýsi eftir leiguhúsnæði undir slökkvistöð sem uppfyllir allar kröfur til slíks mannvirkis. Leigutími getur verið bundinn til langs tíma og að sveitarfélagið hefði forkaupsrétt á húsinu. Áætlað leiguverð er á bilinu 1450-1550 kr/fm. sem er vísitölubundin. Miðað við 1000 fm. þá yrði kostnaður 1450 – 1550 þ.kr. + vsk. per mánuð. Að þessu sögðu þyrfti að skoða frekar með forkaupsrétt og með að áður greidd leiga gangi upp í kaupverð við kaup. Valkostur 3: Hefja viðgerðir á núverandi stöð í Fjarðarstræti. Nokkur óvissa er með kostnað og viðgerðir á húsnæðinu. Þar sem ástand er víða slæmt eftir áralangt viðhaldsleysi og jafnframt hefur mygla gert vart við sig víða. Mannvirkið uppfyllir ekki kröfur HMS sem gerðar eru til slökkvistöðvar í dag. Mögulegur kostnaður við viðgerðir eru 91.600.000 kr.- Þakvirki og klæðning 84 m.kr.- Neyðarviðgerðir í starfsmannaðstöðu og í turnrými áætlaður kostnaður um 7,6 m.kr.- Eins og staðan er með þakvirkið þá þyrfti helst að skipta um hluta af því áður en farið er í neyðarviðgerðir innanhúss. Að öðrum kosti fara hlutirnir í sama horfið á skömmum tíma. Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og mun bæjarstjóri vinna málið áfram með öðrum stofnunum innan bæjarins.
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira